Tyrkisk Peber marengsrúlla

  ,   

nóvember 12, 2019

Geggjuð Tyrkisk Peber marengsrúlla með súkkulaðisósu.

Hráefni

Marengs

4 stk eggjahvítur

2 dl sykur

½ dl púðursykur

2 bollar kornflögur

1 dl Tyrkisk Peber piparbrjóstsykur, mulinn

½ l rjómi, þeyttur

Sósa

1 dl Tyrkisk Peber piparbrjóstsykur, mulinn

2 dl vatn

200 g Rapunzel Vollmilch súkkulaði

1 bolli Driscoll's bláber

Leiðbeiningar

Marengs

1Stífþeytið eggjahvítur og sykur vel saman.

2Blandið kornflögum og muldum Tyrkisk Peber varlega saman við. Smyrjið blöndunni á bökunarpappír.

3Bakið við 140°C í 90 mínútur, kælið.

Sósa

1Sjóðið vatn og Tyrkisk Peber saman þar til brjóstsykurinn hefur bráðnað.

2Kælið þar til sírópið verður volgt.

3Bræðið súkkulaðið og bætið saman við.

Samsetning

1Smyrjið marengsbotninn með þeytta rjómanum, hellið sósu yfir og rúllið upp.

2Skreytið marengsrúlluna með sósu, bláberjum og Tyrkisk Peber mulningi.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.

Konfekt marengstertu krans

Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni.

SÚKKULAÐI “BROWNIES” MEÐ VANILLUSMJÖRKREMI

Súkkulaðikaka með vanillukremi.