Tyrkisk Peber Cinnabonsnúðar

  ,   

október 30, 2018

Kanilsnúðar með Tyrkisk Peber.

Hráefni

Snúðar

75 g smjör eða smjörlíki

2 ½ dl mjólk

½ bréf þurrger

½ dl sykur

½ tsk salt

1 tsk kardimommudropar

500 g hveiti

*Einnig hægt að nota tilbúið deig í rúllu*

Fylling

1 poki Tyrkisk Peber piparbrjóstsykur, mulinn

2 tsk kanill

200 g mjúkt smjör

6 msk sykur

Krem

200 g Philadelphia rjómaostur

1 dl flórsykur

1 stk límóna – safinn

Leiðbeiningar

1Bræðið smjör í potti, bætið mjólkinni saman við og hitið að 37°c

2Setjið gerið í skál og hellið vökvanum yfir,leyfið gerinu aðeins að taka sig í nokkrar mínútur

3Bætið sykri, salti, kardimommudropum og meirihluta hveitisins út í og hnoðið deigið vel

4Látið deigið hefast á hlýjum stað í ca 30 mínútur

5Hnoðið deigið, skiptið því í 2 hluta og fletjið út

6Útbúið kanilsmjör með því að hræra samansmjör, sykur og kanil

7Smyrjið deigið með kanilsmjörinu og stráið muldum Tyrkisk Peber yfir

8Rúllið deiginu upp, skerið í sneiðar og raðið í eldfast mót

9Látið hefast aftur í 30 mínútur

10Bakið við 190°c á blæstri í u.þ.b. 30 mínútur, fer eftir stærð fatsins og þykkt snúðanna. Setjið álpappír yfir snúðanna þegar þeir eru búnir að vera 15 mínútur í ofninum

11Búið til glassúr úr rjómaosti, flórsykri og límónusafa og setjið hann á snúðana

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lífrænt döðlugott

Einfalt lífrænt döðlugott, aðeins 4 hráefni.

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.