DSC05498 (Large)
DSC05498 (Large)

Tyrkisk Peber Cinnabonsnúðar

  ,   

október 30, 2018

Kanilsnúðar með Tyrkisk Peber.

Hráefni

Snúðar

75 g smjör eða smjörlíki

2 ½ dl mjólk

½ bréf þurrger

½ dl sykur

½ tsk salt

1 tsk kardimommudropar

500 g hveiti

*Einnig hægt að nota tilbúið deig í rúllu*

Fylling

1 poki Tyrkisk Peber piparbrjóstsykur, mulinn

2 tsk kanill

200 g mjúkt smjör

6 msk sykur

Krem

200 g Philadelphia rjómaostur

1 dl flórsykur

1 stk límóna – safinn

Leiðbeiningar

1Bræðið smjör í potti, bætið mjólkinni saman við og hitið að 37°c

2Setjið gerið í skál og hellið vökvanum yfir,leyfið gerinu aðeins að taka sig í nokkrar mínútur

3Bætið sykri, salti, kardimommudropum og meirihluta hveitisins út í og hnoðið deigið vel

4Látið deigið hefast á hlýjum stað í ca 30 mínútur

5Hnoðið deigið, skiptið því í 2 hluta og fletjið út

6Útbúið kanilsmjör með því að hræra samansmjör, sykur og kanil

7Smyrjið deigið með kanilsmjörinu og stráið muldum Tyrkisk Peber yfir

8Rúllið deiginu upp, skerið í sneiðar og raðið í eldfast mót

9Látið hefast aftur í 30 mínútur

10Bakið við 190°c á blæstri í u.þ.b. 30 mínútur, fer eftir stærð fatsins og þykkt snúðanna. Setjið álpappír yfir snúðanna þegar þeir eru búnir að vera 15 mínútur í ofninum

11Búið til glassúr úr rjómaosti, flórsykri og límónusafa og setjið hann á snúðana

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.