fbpx

Turkish Pasta

Ef þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá eruð þið á réttum stað! Þetta Turkish pasta er búið að vera allsráðandi á TikTok. Fullkomin blanda af kryddaðri nautahakksblöndu, jógúrtsósu, smjörsósu með papriku, tómötum og steinselju. Þetta er fljótlegt, auðvelt og algjör comfort food sem allir elska.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 g De Cecco Farfelle (slaufu pasta)
 Filippo Berio ólífuolía
 4 stk hvítlauksrif pressuð
 500 g nautahakk
 1 tsk salt
 1 tsk paprikuduft
 1 tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 ½ tsk cumin
Jógúrtsósa
 2 dl grískt jógúrt
 1 tsk salt
 ½ tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 ½ tsk pipar
 ½ tsk hvítlauksduft (eða pressað hvítlauksrif)
 safi úr 1/2 sítrónu
Smjörsósa
 80 g smjör
 2 tsk papríkuduft
Toppa með
 Litlum tómötum, skornir í helminga
 Fersk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og steikið saxaðan lauk þar til hann verður glær. Bætið pressuðum hvítlauk út í og steikið áfram í stutta stund.

2

Bætið nautahakkinu á pönnuna, kryddið með salti, paprikudufti, laukdufti, pipar og cumin. Steikið þar til hakkið er fulleldað og bragðgott.

3

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

4

Dreifið pasta á diska fyrir hvern og einn. Hellið jógúrtsósunni yfir pastað, nautahakkinu, smjörsósunni, tómötum og svo að lokum stráið ferskri steinselju yfir allt.

Jógúrtsósa
5

Blandið grískri jógúrt, salti, laukdufti, pipar, hvítlauksdufti (eða ferskum hvítlauk) og sítrónusafa saman í skál. Hrærið þar til sósan verður silkimjúk.

Smjörsósa
6

Bræðið smjörið í potti og bætið paprikudufti út í. Leyfið sósunni að freyða aðeins svo hún fái fallegan, rauðan lit og ríkt bragð.

7

Tips: Ef þið viljið auka bragð, stráið smá fetaosti yfir réttinn eða bætið chili-flögum við smjörsósuna fyrir extra hita!

Þú færð De Cecco pasta í verslunum Samkaupa (Nettó, Krambúðin), Fjarðarkaup og Melabúðinni


Uppskrift eftir Hildi Rut

MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 g De Cecco Farfelle (slaufu pasta)
 Filippo Berio ólífuolía
 4 stk hvítlauksrif pressuð
 500 g nautahakk
 1 tsk salt
 1 tsk paprikuduft
 1 tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 ½ tsk cumin
Jógúrtsósa
 2 dl grískt jógúrt
 1 tsk salt
 ½ tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 ½ tsk pipar
 ½ tsk hvítlauksduft (eða pressað hvítlauksrif)
 safi úr 1/2 sítrónu
Smjörsósa
 80 g smjör
 2 tsk papríkuduft
Toppa með
 Litlum tómötum, skornir í helminga
 Fersk steinselja, söxuð

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og steikið saxaðan lauk þar til hann verður glær. Bætið pressuðum hvítlauk út í og steikið áfram í stutta stund.

2

Bætið nautahakkinu á pönnuna, kryddið með salti, paprikudufti, laukdufti, pipar og cumin. Steikið þar til hakkið er fulleldað og bragðgott.

3

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

4

Dreifið pasta á diska fyrir hvern og einn. Hellið jógúrtsósunni yfir pastað, nautahakkinu, smjörsósunni, tómötum og svo að lokum stráið ferskri steinselju yfir allt.

Jógúrtsósa
5

Blandið grískri jógúrt, salti, laukdufti, pipar, hvítlauksdufti (eða ferskum hvítlauk) og sítrónusafa saman í skál. Hrærið þar til sósan verður silkimjúk.

Smjörsósa
6

Bræðið smjörið í potti og bætið paprikudufti út í. Leyfið sósunni að freyða aðeins svo hún fái fallegan, rauðan lit og ríkt bragð.

7

Tips: Ef þið viljið auka bragð, stráið smá fetaosti yfir réttinn eða bætið chili-flögum við smjörsósuna fyrir extra hita!

Þú færð De Cecco pasta í verslunum Samkaupa (Nettó, Krambúðin), Fjarðarkaup og Melabúðinni
Turkish Pasta

Aðrar spennandi uppskriftir