Print Options:
Trufflupasta

Magn1 skammtur

Trufflupasta eins og það gerist best!

 250g soðið tagliatelle
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 3 msk smjör
 1 box sveppir
 1 box kastaníu sveppir
 4 stk Skalottlaukur
 3 stk hvítlauksrif
 ½ l rjómi
 2 tsk Oscar grænmetiskraftur
 2 msk Elle Esse truffluolía
 2 bollar rifin Parmareggio parmesanostur
 1 búnt fersk steinselja
 Salt og pipar
1

Hitið ólífuolíu á pönnu og bætið út á smjöri og sveppum og látið malla í 5 mínútur.

2

Bætið þá hvítlauk og Skalottlauk út á pönnuna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

3

Látið malla í 5 mínútur. Bætið rjómanum út á ásamt grænmetiskraftinum.

4

Látið malla í 5 mínútur.

5

Setjið soðið tagliattelle út á pönnuna ásamt truffluolíunni.

6

Setjið parmesan og steinselju út á og kryddið með salti og pipar eftir smekk.