Trufflu Risotto

Fullkomið sælkerarisotto með trufflum og parmesanosti.

 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 0,50 box sveppir
 2 msk smjör
 1 stk skallot laukur saxaður
 1 pakki ElleEsse Trufflu Risotto hrísgrjón
 2 dl hvítvínAdobe Reserva Chardonnay
Grænmetissoð
 2 tsk Oscar grænmetis kraftur
 4 dl vatn
 80 g Philadelphia rjómaostur
 1 dl rjómi
 Parmareggio parmesanostur eftir smekk
 salt og pipareftir smekk
 ElleEsse truffluolíaeftir smekk
Borið fram með
 Klettasalateftir smekk
 Adobe Reserva Chardonnayískalt
 Parmareggio parmesanostur eftir smekk

1

Hitið ólífuolíu á pönnun og steikið sveppi ásamt smjöri og skallot lauk og leyfið þessu aðeins að mýkjast. Bætið því næst hvítvíninu út á.

2

Því næst fer grænmetiskrafturinn út í, 1 dl í einu og látið sjóða áður en næsti skammtur fer út á.

3

Þegar vökvinn hefur gufað nokkuð vel upp er Philadelphia og rjóma bætt út á pönnuna.

4

Kryddið með salti og pipar og rífið að lokum parmesan ostinn yfir.

5

Berið fram með klettasalati, parmesanosti og ElleEsse olíu.