Alvöru mexíkósk sælkeraveisla.
Skerið chili smátt og pressið hvítlaukinn. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.
Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu í 2 - 3 mínútur þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.
Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform, ca 12 stk með Pam spreyi og setjið tortillurnar í formin.
Setjið rjómaost og rifinn ost í tortillurnar og bakið í 4 - 6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
Búið til salsa með því að skera avókadó, tómata og rauðlauk í smáa bita. Blandið saman við límónusafann.
Fyllið skálarnar með salsa og tígrisrækjunum og setjið kóríander yfir.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki