Tortillaskálar með tígrisækjum

Alvöru mexíkósk sælkeraveisla.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 300 g tígrisrækjur
 1 - 2 hvítlauksrif
 1 chili, smátt skorið
 ½ tsk cumin krydd
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 - 2 msk Filippo berio ólífuolía
 3 Mission tortillur með grillrönd
 PAM sprey
 Philadelphia rjómaostur
 cheddar ostur, rifinn
 2 stk avókadó
 2 stk tómatar
 ¼ rauðlaukur
 1/2 límóna, safinn
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið chili smátt og pressið hvítlaukinn. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu í 2 - 3 mínútur þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

3

Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform, ca 12 stk með Pam spreyi og setjið tortillurnar í formin.

4

Setjið rjómaost og rifinn ost í tortillurnar og bakið í 4 - 6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Búið til salsa með því að skera avókadó, tómata og rauðlauk í smáa bita. Blandið saman við límónusafann.

6

Fyllið skálarnar með salsa og tígrisrækjunum og setjið kóríander yfir.

SharePostSave

Hráefni

 300 g tígrisrækjur
 1 - 2 hvítlauksrif
 1 chili, smátt skorið
 ½ tsk cumin krydd
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 - 2 msk Filippo berio ólífuolía
 3 Mission tortillur með grillrönd
 PAM sprey
 Philadelphia rjómaostur
 cheddar ostur, rifinn
 2 stk avókadó
 2 stk tómatar
 ¼ rauðlaukur
 1/2 límóna, safinn
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið chili smátt og pressið hvítlaukinn. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu í 2 - 3 mínútur þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

3

Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform, ca 12 stk með Pam spreyi og setjið tortillurnar í formin.

4

Setjið rjómaost og rifinn ost í tortillurnar og bakið í 4 - 6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Búið til salsa með því að skera avókadó, tómata og rauðlauk í smáa bita. Blandið saman við límónusafann.

6

Fyllið skálarnar með salsa og tígrisrækjunum og setjið kóríander yfir.

Notes

Tortillaskálar með tígrisækjum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…