Tómata og chilí chutney.

Uppskrift
Hráefni
500 g rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 kg tómatar, saxaðir
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
8-12 rauð chilí, gróflega söxuð
5 cm engiferbútur, afhýddur og saxaður
250 g púðursykur
150 ml rauðvínsedik, frá Filippo Berio
5 kardamommur
1/2 tsk paprikukrydd
Leiðbeiningar
1
Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið við meðalhita. Látið malla í klukkustund.
2
Notið töfrasprota þar til hráefnin hafa blandast ágætlega saman en þó ekki alveg maukað. Það er gott að hafa grófa bita hér og þar.
3
Hitið að suðu þar til blandan er orðin dökk og glansandi.
4
Kælið og setjið í krukkur. Geymist í kæli í 6 vikur.
5
Berið fram með kexi og ostum eða djúpsteiktu papadums.
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaGrænmetisréttir, Meðlæti
Hráefni
500 g rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 kg tómatar, saxaðir
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
8-12 rauð chilí, gróflega söxuð
5 cm engiferbútur, afhýddur og saxaður
250 g púðursykur
150 ml rauðvínsedik, frá Filippo Berio
5 kardamommur
1/2 tsk paprikukrydd