fbpx

Tófu Taco

Tófu taco, mögulega einfaldasta aðferð til að elda tófu

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tófúið
 2 msk olía
 2 kubbar tófú
 1 bréf tacokrydd
 2 msk soja sósa
 1 msk papríkukrydd
 1 msk malaður kóríander
 salt
Guacamole
 4 stór avocado
 1/4-1/2 smátt skorinn rauðlaukur (fer soldið eftir smekk)
 1 smátt skorinn rauður chili
 Ferskur kóríander (ég notaði um 1/2 pottaplöntu)
 safi úr 1 lime
 salt
 Oatly sýrður rjómi
 Kóríander
  --Pikklaður rauðlaukur
 0,5 dl edik
 0,75 dl sykur
 1,5 dl vatn
 2 rauðlaukar

Leiðbeiningar

1

Tortilla pönnukökur, ég notaði svona litlar frá Mission en þær eru ferlega þægilegar fyrir börn en það er auðvitað hægt að nota stærri líka.

2

--Pikklaður rauðlaukur

3

Byrjið á að pikkla rauðlaukinn. Það er ágætt að leyfa honum að standa í að minnsta kosti 30 mínútur.

4

Setjið edik, vatn og sykur í pott og látið sjóða þar til sykurinn hefur bráðnað.

5

Skerið rauðlaukinn í sneiðar og komið honum fyrir í passlegt ílát sem hægt er að loka og þolir hita. Hellið svo edikblöndunni yfir laukinn og setjið til hliðar.

Tófú
6

Hellið vökvanum af tófúinu, skolið það og myljið það útá pönnu. Steikið á þurri pönnu í ca 2-3 mínútur svo tófúvökvinn fái aðeins að gufa upp. Bætið svo kryddum og soja útá pönnuna og steikið þar til það er orðið nokkuð þurrt, ca 10-15 mínútur. Smakkið til að bætið við salti eftir smekk.

Guacamole
7

Útbúið guacamole með því að stappa saman avocado, rauðlauk, chili, limesafa og kóríander, saltið til eftir smekk.

Samsetning
8

Hitið tortilla pönnuköku á þurri pönnu, eina í einu, í sirka 20 sek á háum hita. Smyrjið pönnukökuna með góðri slettu af Oatly sýrðum rjóma (iMat Fraiche), fyllið svo með tófúinu, guacamole, pikkluðum rauðlauk og nóg af kóríander.


Uppskrift frá Hildi Ómars

DeilaTístaVista

Hráefni

Tófúið
 2 msk olía
 2 kubbar tófú
 1 bréf tacokrydd
 2 msk soja sósa
 1 msk papríkukrydd
 1 msk malaður kóríander
 salt
Guacamole
 4 stór avocado
 1/4-1/2 smátt skorinn rauðlaukur (fer soldið eftir smekk)
 1 smátt skorinn rauður chili
 Ferskur kóríander (ég notaði um 1/2 pottaplöntu)
 safi úr 1 lime
 salt
 Oatly sýrður rjómi
 Kóríander
  --Pikklaður rauðlaukur
 0,5 dl edik
 0,75 dl sykur
 1,5 dl vatn
 2 rauðlaukar

Leiðbeiningar

1

Tortilla pönnukökur, ég notaði svona litlar frá Mission en þær eru ferlega þægilegar fyrir börn en það er auðvitað hægt að nota stærri líka.

2

--Pikklaður rauðlaukur

3

Byrjið á að pikkla rauðlaukinn. Það er ágætt að leyfa honum að standa í að minnsta kosti 30 mínútur.

4

Setjið edik, vatn og sykur í pott og látið sjóða þar til sykurinn hefur bráðnað.

5

Skerið rauðlaukinn í sneiðar og komið honum fyrir í passlegt ílát sem hægt er að loka og þolir hita. Hellið svo edikblöndunni yfir laukinn og setjið til hliðar.

Tófú
6

Hellið vökvanum af tófúinu, skolið það og myljið það útá pönnu. Steikið á þurri pönnu í ca 2-3 mínútur svo tófúvökvinn fái aðeins að gufa upp. Bætið svo kryddum og soja útá pönnuna og steikið þar til það er orðið nokkuð þurrt, ca 10-15 mínútur. Smakkið til að bætið við salti eftir smekk.

Guacamole
7

Útbúið guacamole með því að stappa saman avocado, rauðlauk, chili, limesafa og kóríander, saltið til eftir smekk.

Samsetning
8

Hitið tortilla pönnuköku á þurri pönnu, eina í einu, í sirka 20 sek á háum hita. Smyrjið pönnukökuna með góðri slettu af Oatly sýrðum rjóma (iMat Fraiche), fyllið svo með tófúinu, guacamole, pikkluðum rauðlauk og nóg af kóríander.

Tófu Taco