fbpx

Toffifee pavlovur með súkkulaði- og kaffirjóma

Litlar pavlovur með súkkulaði- og kaffirjóma.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 eggjahvítur
 230 g sykur
 1 tsk maísenamjöl
 1 tsk hvítvínsedik
 1 tsk vanilludropar
 1 tsk kanill
Toppur
 ½ lítri rjómi
 2 msk flórsykur
 2 msk Cadbury kakó
 1 msk kaffiduft (instant)
 1 kassi (125 g) Toffifee
 Súkkulaðisíróp

Leiðbeiningar

1

Stillið ofninn á blástur í 120°C og setjið smjörpappír á bökunarplötu.

2

Hrærið eggjahvítur þar til þær eru orðnar að froðu, bætið þá sykri varlega saman við, smá í einu og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.

3

Bætið maísenamjöli varlega saman við ásamt hvítvínsediki, vanilludropum og kanil og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan er orðin stíf og glansandi.

4

Setjið marengsinn í sprautupoka og notið t.d. 1M sprautustút til að móta litlar körfur úr marengsnum.

5

Bakið í eina klukkustund, slökkvið á ofninum og leyfið kökunum að kólna í ofninum.

6

Þeytið rjóma þar til hann er alveg að verða full þeyttur. Sigtið þá flórsykur og kakó saman við og hrærið saman með sleif. Malið kaffiduft (instant) þannig það verði mjög fíngert og blandið því saman við.

7

Sprautið rjómablöndunni ofan á hverja köku fyrir sig eða setjið blönduna á með skeið. Setjið heilt Toffifee ofan á hverja köku eða skerið þaðí grófa bita.

8

Skreytið með súkkulaðisírópi og t.d. flórsykri.


Uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 eggjahvítur
 230 g sykur
 1 tsk maísenamjöl
 1 tsk hvítvínsedik
 1 tsk vanilludropar
 1 tsk kanill
Toppur
 ½ lítri rjómi
 2 msk flórsykur
 2 msk Cadbury kakó
 1 msk kaffiduft (instant)
 1 kassi (125 g) Toffifee
 Súkkulaðisíróp

Leiðbeiningar

1

Stillið ofninn á blástur í 120°C og setjið smjörpappír á bökunarplötu.

2

Hrærið eggjahvítur þar til þær eru orðnar að froðu, bætið þá sykri varlega saman við, smá í einu og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.

3

Bætið maísenamjöli varlega saman við ásamt hvítvínsediki, vanilludropum og kanil og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan er orðin stíf og glansandi.

4

Setjið marengsinn í sprautupoka og notið t.d. 1M sprautustút til að móta litlar körfur úr marengsnum.

5

Bakið í eina klukkustund, slökkvið á ofninum og leyfið kökunum að kólna í ofninum.

6

Þeytið rjóma þar til hann er alveg að verða full þeyttur. Sigtið þá flórsykur og kakó saman við og hrærið saman með sleif. Malið kaffiduft (instant) þannig það verði mjög fíngert og blandið því saman við.

7

Sprautið rjómablöndunni ofan á hverja köku fyrir sig eða setjið blönduna á með skeið. Setjið heilt Toffifee ofan á hverja köku eða skerið þaðí grófa bita.

8

Skreytið með súkkulaðisírópi og t.d. flórsykri.

Toffifee pavlovur með súkkulaði- og kaffirjóma

Aðrar spennandi uppskriftir