Print Options:
Toblerone Tiramisu

Magn1 skammtur

Toblerone tiramisu, þarf að segja eitthvað fleira?

 2 stk eggjahvítur, stífþeyttar
 4 eggjarauður, þeyttar
 150 g flórsykur
 400 g Philadelphia rjómaostur
 200 g Ladyfinger kexkökur
 170 ml Te & Kaffi Espresso Roma kaffi
 200 g Toblerone súkkulaði, saxað
1

Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman. Bætið rjómaostinum út í og þeytið mjög vel.

2

Blandið stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við.

3

Veltið ladyfinger kexkökunum upp úr góðu og sterku kaffi.

4

Setjið lagskipt í falleg glös, ladyfinger kexkökur, saxað Toblerone og rjómaostablönduna.

5

Kælið í a.m.k. 3 klst.