Toblerone súkkulaðimús

Æðisleg súkkulaðimús með Toblerone og rjóma.

blank
Magn1 skammturRating4.0

Uppskrift

Hráefni

 500gr Toblerone súkkulaði (gróft saxað)
 150gr smjör
 4 egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500ml stífþeyttur rjómi
 100gr smátt saxað Toblerone

Leiðbeiningar

1

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði

2

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum.

3

Eggjunum bætt útí, einu í einu og hrært vel á milli.

4

Súkkulaðiblöndunni hellt varlega saman við stífþeyttan rjómann.

5

Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark 3klst (í lagi að plasta og geyma yfir nótt)

Skraut
6

Að þessu sinni setti ég þeyttan rjómann í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautaði upp í spíral. Hér er einnig hægt að setja rjómann beint í rjómasprautu og notast við þá stúta sem henni fylgja.

7

Söxuðu Toblerone stráð yfir.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

SharePostSave

Hráefni

 500gr Toblerone súkkulaði (gróft saxað)
 150gr smjör
 4 egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500ml stífþeyttur rjómi
 100gr smátt saxað Toblerone
Toblerone súkkulaðimús

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Bananaís með vanilluEf það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram…
blank
MYNDBAND
Djúpsteikt OREOVinsælasti eftirréttur Fjallkonunnar frá opnun. Uppskriftin miðar við 8 OREO kökur í hvern skammt sem eftirréttur. Nú getur þú loksins…