Print Options:
Toblerone súkkulaðikaka í appelsínu

Magn1 skammtur

Alvöru súkkulaðikaka bökuð í appelsínu.

 6 appelsínur
 100 gr smjör
 160 gr Rapunzel 70% súkkulaði
 2 egg
 2 eggjarauður
 2 msk sykur
 2 msk hveiti
 100 gr Toblerone súkkulaði
 2 msk flórsykur
1

Skerið toppinn af appelsínunum og skafið aldinkjötið innan úr

2

Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita

3

Þeytið eggjarauður, egg og sykur saman og blandið saman við bráðið súkkulaðið

4

Blandið hveitinu varlega saman við ásamt söxuðu Toblerone

5

Fyllið 2/3 af appelsínunni og bakið við 180 gráður á blæstri í 25-30 mínútur

6

Sáldrið flórsykri yfir