Print Options:








Toblerone smákökur

Magn1 skammtur

Stökkar og bragðgóðar smákökur sem tekur enga stund að útbúa. Mér finnst Toblerone svo jólalegt súkkulaði og það gerir þessar smákökur extra góðar! Ég blanda smátt söxuðu Toblerone saman við deigið ásamt því að setja stóra bita af því í deigið. Namminamm! Þessi uppskrift klikkar ekki.

 200 g mjúkt smjör
 2 dl púðursykur
 1 dl sykur
 1 egg
 1 msk vanilludropar
 200 g hveiti
 1 tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk salt
 3 stk Toblerone300 gr
1

Þeytið smjör og sykur þar til blandan verður ljós og kremuð.

2

Blandið eggi og vanilludropum saman við.

3

Blandið þurrefnunum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við smjörblönduna.

4

Smátt skerið eitt Tooblerone og blandið varlega saman við deigið.

5

Útbúið 1 tsk kúlur úr deiginu og dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Passið að hafa gott bil á milli.

6

Skerið restina af Toblerone í stóra bita setjið þá ofan í hverja kúlu.

7

Bakið í um 5-7 mínútur við 180°C á blæstri og njótið!