Print Options:
Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Magn1 skammtur

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

 1 pk Oreo kex mulið (16 stk)
 70 g brætt smjör
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 170 g sykur
 1 msk Cadbury bökunarkakó
 3 gelatín blöð (60 ml vatn)
 200 g brætt Toblerone + meira til skrauts
 1 tsk vanilludropar
 250 ml léttþeyttur rjómi
 125 g maukuð hindber + meira til skrauts
1

Blandið saman muldu Oreo kexi og bræddu smjöri, þrýstið í 20cm springform sem búið er að spreyja með matarolíuspreyi og setja bökunarpappír í botninn. Gott er að þrýsta vel í botninn og örlítið upp á kantana. Kælið í að minnsta kosti klukkustund.

2

Leggið gelatínblöð í kalt vatn í nokkrar mínútur. Setjið 60 ml af vatni í lítinn pott og hitið að suðu, vindið þá gelatínblöðin sem eru í kalda vatninu og hrærið saman við sjóðandi vatnið, einu í einu þar til þau eru öll uppleyst.

3

Hellið þá yfir í skál og leyfið að ná stofuhita.

4

Þeytið rjómaost og sykur þar til vel blandað og bætið þá bökunarkakó saman við og hrærið vel.

5

Bætið gelatínblöndunni, bræddu Toblerone og vanilludropum saman við rjómaostablönduna og hrærið saman.

6

Að lokum er þeytta rjómanum vafið saman við þar til slétt og fín blanda hefur myndast og þá er henni hellt yfir Oreo botninn.

7

Skvettið hindberjamaukinu óreglulega yfir toppinn og dragið til með hníf og kælið í að minnsta kosti 3 klst eða yfir nótt þar til ostakakan verður stíf.

8

Losið kökuna þá úr forminu og færið yfir á kökudisk og skreytið með ferskum hindberjum og Toblerone.