Toblerone og Dumle kaka uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Toblerone og Dumle kaka

  ,

október 26, 2015

Risa smákaka með Toblerone og Dumle karamellum.

Hráefni

Uppskrift:

180 g smjör, við stofuhita

1 ½ dl púðursykur

1 ½ dl sykur

1 egg

1 dl haframjöl

3 ½ dl hveiti

1 ½ tsk matarsódi

2 tsk vanillusykur

örlítið salt

200 g Toblerone, saxað meðalgróft

120 g Dumle karamellur, skornar í litla bita

1 dl pekan- eða valhnetur, grófsaxaðar

Ofan á:

nokkrir molar hvítt súkkulaði, brætt

nokkrir molar dökkt súkkulaði, brætt

Leiðbeiningar

1Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör, sykur og púðursykur hrært saman. Þá er eggi bætt út í. Því næst er þurrefnunum hrært saman við og að lokum er Toblerone súkkulaði, Dumle karamellum og hnetum bætt út í. 22-24 cm bökunarform er klætt að innan með bökunarpappír og degið sett í formið, því þrýst jafnt út í alla kanta. Bakað neðarlega í ofni í 30-35 mínútur eða þar til kakan hefur tekið fallegan lit. Bræddu hvítu og dökku súkkulaði er dreift yfir kökuna eftir að hún kemur úr ofninum. Gott er að bera fram kökuna volga með vanilluís en hún er ekki síðri köld.

Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00