Falleg og bragðgóð Toblerone mús.

Uppskrift
Hráefni
4 blöð matarlím
4 dl rjómi, þar af 1 dl til að skreyta með
4 egg
4 msk. sykur
300 g Toblerone
3-4 msk. vatn
Leiðbeiningar
1
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn.
2
Léttþeytið rjóma. Þeytið saman egg og sykur.
3
Bræðið 160 g af Toblerone ásamt vatni við vægan hita.
4
Bræðið matarlímið í vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
5
Takið frá rjóma til að skreyta með og blandið afganginum saman við eggjahræruna.
6
Bætið bræddu Toblerone út í og hrærið vel saman.
7
Hellið matarlími saman við í mjórri bunu og hrærið í á meðan.
8
Hellið í fallega skál, kælið og skreytið með Toblerone og rjóma, það er fallegt að setja svolítið af karamellusósu á súkkulaðið ef þið eigið.
Mús Súkkulaði Súkkulaðimús Toblerone
MatreiðslaEftirréttir
Hráefni
4 blöð matarlím
4 dl rjómi, þar af 1 dl til að skreyta með
4 egg
4 msk. sykur
300 g Toblerone
3-4 msk. vatn