Toblerone lakkrísgott

    

mars 5, 2020

Einfaldir molar með lakkrís og súkkulaði.

Hráefni

500 g Rapunzel döðlur, smátt skornar

250 g smjör

120 g púðursykur

150 g Kellogg‘s Corn Flakes kornflögur

400 g Toblerone súkkulaði

150 g Tyrkisk Peber piparbrjóstsykur, mulinn

300 g lakkrískurl, súkkulaðihúðað

Leiðbeiningar

1Leggið döðlurnar í bleyti í ca 10 mínútur.

2Hitið smjör, púðursykur og döðlur saman í potti við vægan hita.

3Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði.

4Blandið kornflögunum, Tyrkisk Peber, lakkrískurli og smávegis af bræddu Toblerone saman við smjörblöndunaí skál .

5Hellið blöndunni í smurt mót eða setjið bökunarpappír í botninn og þjappið vel.

6Hellið bræddu Toblerone súkkulaðinu yfir.

7Kælið í 2 klst og skerið í jafna bita.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar með Krönsi

Hindberja rjómaterta með Tyrkisk Peber og rjómaostakremi

Dásamlega mjúk rjómaterta með Tyrkisk Peber, hindberjarjóma og rjómaostakremi