fbpx

Toblerone karamelluís

Það þekkja flestir klassíska Toblerone ísinn og hér kemur skemmtileg útfærsla! Karamella gerir þetta enn betra og þessi blanda er dásamleg.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Ísinn hráefni
 5 stk egg
 50 g sykur
 50 g púðursykur
 2 tsk vanillusykur
 400 ml þeyttur rjómi
 150 g Toblerone saxað
 karamellusósa (sjá uppskrift)
 Werther´s karamellupopp
Werthers karamellusósa hráefni
 200 g Werthers karamellur (mjúkar)
 100 ml rjómi

Leiðbeiningar

Ísinn aðferð
1

Byrjið á því að útbúa karamellusósuna (sjá uppskrift að neðan) og leyfið henni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið

2

Þeytið rjómann og saxið Toblerone, leggið til hliðar.

3

Stífþeytið eggjahvíturnar og geymið.

4

Þeytið eggjarauður, sykur og púðursykur saman í nokkrar mínútur þar létt og ljós blanda myndast, bætið þá vanillusykrinum saman við.

5

Vefjið næst þeytta rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju, því næst Toblerone súkkulaðinu og stífþeyttu eggjahvítunum að lokum.

6

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og hellið um 1/3 af ísblöndunni þar í. Dreifið næst úr 1-2 msk. af karamellusósu yfir allt og endurtakið þrisvar sinnum þar til ísblandan er búin og um helmingurinn af karamellusósunni kominn í ísinn. Geymið restina af sósunni til að hita upp þegar bera á ísinn fram.

7

Frystið ísinn í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða nokkra daga (plastið ísinn ef geyma á hann lengur en sólahring í frystinum).

8

Þegar bera á ísinn fram má setja væna karamellu popphrúgu á miðjuna og setja meira af karamellusósu yfir allt, bera svo restina fram með ísnum fyrir þá sem vilja meira.

Werthers karamellusósa aðferð
9

Bræðið saman í potti við meðalhita og pískið þar til kekkjalaust. Leyfið karamellunni að ná stofuhita áður en þið notið hana í ísinn.


DeilaTístaVista

Hráefni

Ísinn hráefni
 5 stk egg
 50 g sykur
 50 g púðursykur
 2 tsk vanillusykur
 400 ml þeyttur rjómi
 150 g Toblerone saxað
 karamellusósa (sjá uppskrift)
 Werther´s karamellupopp
Werthers karamellusósa hráefni
 200 g Werthers karamellur (mjúkar)
 100 ml rjómi

Leiðbeiningar

Ísinn aðferð
1

Byrjið á því að útbúa karamellusósuna (sjá uppskrift að neðan) og leyfið henni að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið

2

Þeytið rjómann og saxið Toblerone, leggið til hliðar.

3

Stífþeytið eggjahvíturnar og geymið.

4

Þeytið eggjarauður, sykur og púðursykur saman í nokkrar mínútur þar létt og ljós blanda myndast, bætið þá vanillusykrinum saman við.

5

Vefjið næst þeytta rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju, því næst Toblerone súkkulaðinu og stífþeyttu eggjahvítunum að lokum.

6

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og hellið um 1/3 af ísblöndunni þar í. Dreifið næst úr 1-2 msk. af karamellusósu yfir allt og endurtakið þrisvar sinnum þar til ísblandan er búin og um helmingurinn af karamellusósunni kominn í ísinn. Geymið restina af sósunni til að hita upp þegar bera á ísinn fram.

7

Frystið ísinn í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða nokkra daga (plastið ísinn ef geyma á hann lengur en sólahring í frystinum).

8

Þegar bera á ísinn fram má setja væna karamellu popphrúgu á miðjuna og setja meira af karamellusósu yfir allt, bera svo restina fram með ísnum fyrir þá sem vilja meira.

Werthers karamellusósa aðferð
9

Bræðið saman í potti við meðalhita og pískið þar til kekkjalaust. Leyfið karamellunni að ná stofuhita áður en þið notið hana í ísinn.

Toblerone karamelluís

Aðrar spennandi uppskriftir