fbpx

Toblerone ís

Toblerone ísinn sem er ómissandi yfir hátíðirnar.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 5 eggjarauður
 5 msk. sykur
 150 g Toblerone, brætt
 5 dl rjómi, þeyttur
 100 g Toblerone, fínsaxað

Leiðbeiningar

1

Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

2

Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.

3

Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.

4

Frystið í a.m.k. 4 klst.


Toblerone ís hefur lengi verið fastur liður á borðum landsmanna yfir hátíðarnar. Hér má finna uppskrift að mjög einföldum en bragðgóðum Toblerone ís.

DeilaTístaVista

Hráefni

 5 eggjarauður
 5 msk. sykur
 150 g Toblerone, brætt
 5 dl rjómi, þeyttur
 100 g Toblerone, fínsaxað

Leiðbeiningar

1

Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

2

Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.

3

Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.

4

Frystið í a.m.k. 4 klst.

Toblerone ís

6 Comments

  1. Toblerone ísinn hefur verið á jólunum hjá okkur síðustu ár, þessi uppskrift er einföld og góð. Takk fyrir.

  2. Alltaf besti jólisinn okkar og alltaf gott að nota eggjahvíturnar í lakkrístoppanna 😉

  3. Þessi uppskrift hefur alltaf verið á jólunum síðustu ár og alltaf gott að nota eggjahvíturnar í lakkrístoppa uppskrift. 😉

  4. Það er gott að strá saxaða súkkulaðinu í botninn á ferköntuðu sílikon formi áður en blandan er sett í. Þá lítur hann út eins og ísterta þegar maður hvolfir honum. Geggjaður ís.

  5. Þessi ís er fastur liður hjá mér á jólum, en ég bræði ekki tobleronið heldur saxa það og hræri útí, mjög gott svoleiðis
    *****

  6. Góð vinkona kenndi mér að hræra stífþeyttum hvítunum við blönduna sem gerir ísinn mun ferskari

Skildu eftir svar

Aðrar spennandi uppskriftir