Toblerone bolla

  ,   

febrúar 26, 2019

Sælkerabolla með Toblerone.

Hráefni

Vatnsdeigsbollur:

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

Smá salt

2-3 stk egg

Fylling:

2,5 dl þeyttur rjómi

200 g brætt Toblerone hrært út í rjómann

150 g saxað Toblerone hrært út í rjómann

Á toppinn:

200 g bráðið Toblerone

100 g saxað Toblerone

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar.

2Setjið hveiti og salt út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Kælið og setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.

3Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu.

4Bakið við blástur 200°C í 25 mínútur.

Toblerone rjómi:

1Blandið saman þeyttum rjóma, bræddu Toblerone og muldu Toblerone súkkulaði. Passið að kæla brædda Toblerone súkkulaðið aðeins áður.

Toblerone toppur:

1Bræðið Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði og myljið einnig Toblerone til að skreyta.

Toblerone bolla:

1Raðið bollunni saman.

Uppskrift fyrir 6 til 8 bollur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir