Toblerone bolla

  ,   

febrúar 26, 2019

Sælkerabolla með Toblerone.

Hráefni

Vatnsdeigsbollur:

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

Smá salt

2-3 stk egg

Fylling:

2,5 dl þeyttur rjómi

200 g brætt Toblerone hrært út í rjómann

150 g saxað Toblerone hrært út í rjómann

Á toppinn:

200 g bráðið Toblerone

100 g saxað Toblerone

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

1Setjið smjör og vatn í pott. Sjóðið þangað til smjörið bráðnar.

2Setjið hveiti og salt út í og hrærið vel með sleif þangað til deigið hættir að festast við pottinn og sleifina. Kælið og setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.

3Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu.

4Bakið við blástur 200°C í 25 mínútur.

Toblerone rjómi:

1Blandið saman þeyttum rjóma, bræddu Toblerone og muldu Toblerone súkkulaði. Passið að kæla brædda Toblerone súkkulaðið aðeins áður.

Toblerone toppur:

1Bræðið Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði og myljið einnig Toblerone til að skreyta.

Toblerone bolla:

1Raðið bollunni saman.

Uppskrift fyrir 6 til 8 bollur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.