Hér kemur uppskrift að vefjum með osti og kjúklingi í Tikka masala sósu bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney sósu og fersku salati.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið hann upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Blandið Tikka masala sósunni saman við kjúklinginn og hrærið.
Smyrjið tortillurnar með rjómaosti, stráið mozzarella osti yfir og dreifið kjúklingnum ofan á. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.
Raðið vefjunum í eldfast form og penslið þær með ólífuolíu. Bakið í ofni í 10 mínútur við 190°C á blæstri.
Skerið tortillurnar í tvennt og berið fram með salatinu, sósunni og sætkartöflufrönskunum.
Skerið kartöfluna í strimla. Veltið þeim uppúr Madras paste, salti, pipar og ólífuolíu.
Bakið í elföstu móti í 30-40 mínútur við 190°C. Mæli með að hræra aðeins í á meðan þetta bakast. Mango chutney sósan passar svo sérlega vel með frönskunum.
Skerið gúrku, rauðlauk og spínat smátt. Blandið öllu saman í skál.
Hrærið saman ólífuolíu, safa úr sítrónu, kryddi og ferskum kóríander og blandið saman við salatið.
Blandið öllu hráefninu saman með skeið.
Uppskrift frá Hildi Rut.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið hann upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Blandið Tikka masala sósunni saman við kjúklinginn og hrærið.
Smyrjið tortillurnar með rjómaosti, stráið mozzarella osti yfir og dreifið kjúklingnum ofan á. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.
Raðið vefjunum í eldfast form og penslið þær með ólífuolíu. Bakið í ofni í 10 mínútur við 190°C á blæstri.
Skerið tortillurnar í tvennt og berið fram með salatinu, sósunni og sætkartöflufrönskunum.
Skerið kartöfluna í strimla. Veltið þeim uppúr Madras paste, salti, pipar og ólífuolíu.
Bakið í elföstu móti í 30-40 mínútur við 190°C. Mæli með að hræra aðeins í á meðan þetta bakast. Mango chutney sósan passar svo sérlega vel með frönskunum.
Skerið gúrku, rauðlauk og spínat smátt. Blandið öllu saman í skál.
Hrærið saman ólífuolíu, safa úr sítrónu, kryddi og ferskum kóríander og blandið saman við salatið.
Blandið öllu hráefninu saman með skeið.