Print Options:








Tígrisrækjur í rauðu karrý

Magn1 skammtur

Fljótlegt að skella á grillið.

 16 stk risarækjur (Sælkerafiskur)
 1 msk Mild Curry Paste (Patak‘s)
 1 msk ólífuolía (Filippo Berio)
 ½ límóna
Rauðkáls „coleslaw“
 ¼ haus rauðkál
 1 stk grænt epli
 2 cm bútur af piparrót
 2 msk grísk jógúrt
 Safi úr einni límónu.
1

Leggið spjót í bleyti í 30 mín.

2

Hrærið saman karrý og olíu og veltið rækjunum upp úr mixinu. Setjið þvínæst rækjurnar á spjót og grillið á heitu grilli í 30 sekúndur á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk og kreistið svo ferskan safa úr ½ límónu yfir.

3

Rífið rauðkálið með mandólín járni í strimla en það má líka skera örþunnt með hníf. Rífið eplin í rifhúsi saman við og blandið saman. Hrærið jógúrtinu og lime safanum saman og rífið svo piparrótina með fínu rifjárni yfir, smakkið til með salti og pipar.

4

Blandið saman og berið fram.