Tígrisrækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chilí

Bragðmiklar rækjur sem einfalt er að elda.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 330 g litlar tígrisrækjur
 3 hvítlauksrif
 5 cm engiferrót
 1 rautt chilí
 1 búnt kóríander
 safi úr 1 sítrónu
 3 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.

2

Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.

3

Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.

4

Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.

5

Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.

6

Berið fram með einföldu salati og Tilda hrísgrjónum.


Uppskrift frá GRGS.

SharePostSave

Hráefni

 330 g litlar tígrisrækjur
 3 hvítlauksrif
 5 cm engiferrót
 1 rautt chilí
 1 búnt kóríander
 safi úr 1 sítrónu
 3 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon
 salt og pipar
Tígrisrækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chilí

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…