fbpx

Tígrisrækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chilí

Bragðmiklar rækjur sem einfalt er að elda.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 pakki lítlar tígrisrækjur frá Sælkerafiski
 3 hvítlauksrif
 5 cm engiferrót
 1 rautt chilí
 1 búnt kóríander
 safi úr 1 sítrónu
 3 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.

2

Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.

3

Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.

4

Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.

5

Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.

6

Berið fram með einföldu salati og Tilda hrísgrjónum.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 pakki lítlar tígrisrækjur frá Sælkerafiski
 3 hvítlauksrif
 5 cm engiferrót
 1 rautt chilí
 1 búnt kóríander
 safi úr 1 sítrónu
 3 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.

2

Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.

3

Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.

4

Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.

5

Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.

6

Berið fram með einföldu salati og Tilda hrísgrjónum.

Tígrisrækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chilí

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…