fbpx

Tígrisrækju Tostadas

Almáttugur minn hvað þetta var ferskt og gott og frábær tilbreyting frá haustmatnum sem ég er búin að vera með undanfarið! Tígrisrækjur eru alveg svakalega góðar af grillinu!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tígrisrækju Tostadas
 700 g stór tígrisrækja
 250 ml Caj P grillolía með hvítlauk
 Rauðkál ferskt
 10 stk Tostadas skífur harðar eða litlar mjúkar tortilla kökur
 Guacamole (sjá uppskrift hér að neðan)
 Sýrður rjómi
 Kóríander
Guacamole uppskrift
 3 stór þroskuð avókadó
 1 box kirsuberjatómatar (250 g)
 1 lítill rauðlaukur
 2 msk kóríander (saxað)
 2 rifin hvítlauksrif
 0,50 stk lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækju Tostadas
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Áður en rækjurnar eru grillaðar má skera rauðkál smátt niður, útbúa Guacamole og taka til önnur hráefni.

4

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við og síðan má pensla þær 1 x á hvorri hlið með auka grillolíu á meðan þær eldast.

5

Raðið síðan öllu saman á hverja Tostadas skífu, fyrst rauðkál, guacamole, síðan rækjur, næst sýrður rjómi og loks ferskur kóríander.

6

Gott er að bera restina af guacamole fram með nachos flögum.

Guacamole uppskrift
7

Stappið avókadó, skerið tómata smátt og saxið rauðlaukinn.

8

Blandið næst öllu saman í skál með sleikju og kryddið eftir smekk.

Ísköld Stella toppar þessa máltíð síðan auðvitað!


DeilaTístaVista

Hráefni

Tígrisrækju Tostadas
 700 g stór tígrisrækja
 250 ml Caj P grillolía með hvítlauk
 Rauðkál ferskt
 10 stk Tostadas skífur harðar eða litlar mjúkar tortilla kökur
 Guacamole (sjá uppskrift hér að neðan)
 Sýrður rjómi
 Kóríander
Guacamole uppskrift
 3 stór þroskuð avókadó
 1 box kirsuberjatómatar (250 g)
 1 lítill rauðlaukur
 2 msk kóríander (saxað)
 2 rifin hvítlauksrif
 0,50 stk lime (safinn)
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

Tígrisrækju Tostadas
1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.

2

Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.

3

Áður en rækjurnar eru grillaðar má skera rauðkál smátt niður, útbúa Guacamole og taka til önnur hráefni.

4

Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við og síðan má pensla þær 1 x á hvorri hlið með auka grillolíu á meðan þær eldast.

5

Raðið síðan öllu saman á hverja Tostadas skífu, fyrst rauðkál, guacamole, síðan rækjur, næst sýrður rjómi og loks ferskur kóríander.

6

Gott er að bera restina af guacamole fram með nachos flögum.

Guacamole uppskrift
7

Stappið avókadó, skerið tómata smátt og saxið rauðlaukinn.

8

Blandið næst öllu saman í skál með sleikju og kryddið eftir smekk.

Ísköld Stella toppar þessa máltíð síðan auðvitað!
Tígrisrækju Tostadas

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…