Þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa

    

nóvember 17, 2015

Matarmikil, þykk og dásamleg súpa.

Hráefni

500 g kjúklingalundir (ég nota frá Rose Poultry og set jafnvel allan pokann, 700 g)

1 skarlottulaukur

1 rauð paprika

1 líter vatn

1 dós Hunt´s Diced Roasted Garlic (sjá mynd neðst)

2 kjúklingateningar

½ – 1 tsk chili

½ – 1 tsk cumin

1½ tsk paprikukrydd

4 msk tómatpúrra

1 dós philadelphia rjómaostur með sweet chili

1 dl rjómi

Leiðbeiningar

1Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.

2Ég ber hana fram með rifnum osti, sýrðum rjóma, fersku kóriander, avókadó, lime og nachos. Síðan setur hver og einn það í sína súpu sem hann hefur smekk fyrir (ég tek þetta alla leið, húrra öllu ofan í og kreysti lime yfir). Súpergott!

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Núðlusúpa Ramen Style

Ramen style núðlusúpa sem einfalt er að gera.

Tómatsúpa

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.

Heinz chilisúpa

Skólastjórasúpan svokallaða sem allir elska og einfalt er að gera.