Matarmikil, þykk og dásamleg súpa.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.
Ég ber hana fram með rifnum osti, sýrðum rjóma, fersku kóriander, avókadó, lime og nachos. Síðan setur hver og einn það í sína súpu sem hann hefur smekk fyrir (ég tek þetta alla leið, húrra öllu ofan í og kreysti lime yfir). Súpergott!
Hráefni
Leiðbeiningar
Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.
Ég ber hana fram með rifnum osti, sýrðum rjóma, fersku kóriander, avókadó, lime og nachos. Síðan setur hver og einn það í sína súpu sem hann hefur smekk fyrir (ég tek þetta alla leið, húrra öllu ofan í og kreysti lime yfir). Súpergott!