Það eiga margir sína tegund af súkkulaðibitakökum sem bakaðar eru fyrir hver jól á meðan aðrir leita í sífellu að hinni einu sönnu uppskrift og eru óhrædd við að prófa nýjar. Ég er líklega blanda af þessum tveimur týpum. Ég á mínar klassísku uppskriftir sem ég baka fyrir hver jól en vil samt halda áfram að þróa nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er afrakstur þess síðarnefnda. Algerlega stórkostlegar smákökur sem hurfu hraðar ofan í fjölskyldumeðlimi en dögg fyrir sólu. Og skal engan undra. Í þeim er dágott magn af ljúffengu lífrænu súkkulaði. Við erum að tala um mjólkursúkkulaði með möndlum, hvítt súkkulaði með kókos og 70% súkkulaði. Til þess að ýta enn frekar undir súkkulaðibragðið er í þeim skyndikaffiduft. Kaffibragðið finnst varla (krakkarnir gerðu allavega engar athugasemdir) en gerir samt ótrúlega mikið fyrir heildar útkomuna. Stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég lofa að þetta er uppskrift sem þið viljið geyma og baka aftur og aftur!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið þurrefnin í skál og geymið.
Grófsaxið súkkulaðið og setjið til hliðar.
Takið fram hrærivélina og festið þeytarann á. Setjið smjörið og sykurinn saman í skálina og þeytið í 5-7 mín. Skafið reglulega niður á milli. Þegar blandan er orðin létt og ljós, blandið saman einu eggi í einu og skafið niður og þeytið vel á milli.
Takið þeytarann af og skafið af honum. Festið káið á vélina og setjið helminginn af þurrefnunum saman við. Hrærið bara í nokkrar sekúndur og setjið svo restina af þurrefnunum. Hrærið bara þannig að deigið rétt loði saman og klárið að blanda deigið með sleikju.
Blandið súkkulaðinu saman við með sleikjunni.
Gerið 40g kúlur (svona sirka, þarf ekki að vera nákvæmt upp á gramm) og raðið á fat eða bökunarplötu klædda með bökunarpappír. Það má raða þeim þétt því við bökum þær ekki strax. Kælið kúlurnar í ca. 1 klst. Það má líka vera lengur, það fer bara eftir aðstæðum, deigið geymist vel í kæli.
Hitið ofninn í 180°C. Raðið kúlunum á plöturnar með góðu millibili, ég var með 9 stk. á hverri plötu.
Bakið í 10-12 mín eða þar til þær eru farnar að brúnast á köntunum. Takið þær úr ofninum þegar þær eru enn vel ljósar.
Látið þær bíða í nokkrar mínútur á plötunni áður en þið færið þær á smákökugrind.
Njótið!
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið þurrefnin í skál og geymið.
Grófsaxið súkkulaðið og setjið til hliðar.
Takið fram hrærivélina og festið þeytarann á. Setjið smjörið og sykurinn saman í skálina og þeytið í 5-7 mín. Skafið reglulega niður á milli. Þegar blandan er orðin létt og ljós, blandið saman einu eggi í einu og skafið niður og þeytið vel á milli.
Takið þeytarann af og skafið af honum. Festið káið á vélina og setjið helminginn af þurrefnunum saman við. Hrærið bara í nokkrar sekúndur og setjið svo restina af þurrefnunum. Hrærið bara þannig að deigið rétt loði saman og klárið að blanda deigið með sleikju.
Blandið súkkulaðinu saman við með sleikjunni.
Gerið 40g kúlur (svona sirka, þarf ekki að vera nákvæmt upp á gramm) og raðið á fat eða bökunarplötu klædda með bökunarpappír. Það má raða þeim þétt því við bökum þær ekki strax. Kælið kúlurnar í ca. 1 klst. Það má líka vera lengur, það fer bara eftir aðstæðum, deigið geymist vel í kæli.
Hitið ofninn í 180°C. Raðið kúlunum á plöturnar með góðu millibili, ég var með 9 stk. á hverri plötu.
Bakið í 10-12 mín eða þar til þær eru farnar að brúnast á köntunum. Takið þær úr ofninum þegar þær eru enn vel ljósar.
Látið þær bíða í nokkrar mínútur á plötunni áður en þið færið þær á smákökugrind.
Njótið!