Þriggja hæða OREO kaka með ofur fluffý OREO kremi

  ,   

september 20, 2019

Þetta er alveg ótrúlega góð kaka sem hentar við hvaða tilefni sem er.

  • Fyrir: 8

Hráefni

OREO kaka:

170 g smjör við stofuhita

2 dl bragðlítil olía frá Filippo Berio

5 dl sykur

6 egg

1 msk vanilludropar

10 dl hveiti

1 tsk salt

4 tsk lyftiduft

4 ¾ dl súrmjólk

16 OREO kökur, án krems

Ofur fluffy oreo krem:

700 g smjör við stofuhita

700 g flórsykur

16 OREO kökur

1 ½ dl rjómi

Leiðbeiningar

OREO kaka:

1Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2Þeytið smjörið þar til það er létt og loftmikið, bætið því næst olíunni saman við og þeytið þar til allt hefur blandast vel saman.

3Bætið næst sykrinum út í og hrærið þar til blandast saman. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli.

4Setjið svo vanilludropana út í deigið og hrærið.

5Í aðra skál blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Bætið því hægt og rólega út í deigið á víxl við súrmjólkina, hrærið varlega saman á milli.

6Take kremið af oreo kexinu og mylhið það. Bætið út í deigið og blandið saman.

7Smyrjið 3 stk 18 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 45 mín eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn.

8Kælið botnana vel og skerið toppinn af botnunum svo þeir séu sléttir.

Ofur fluffy oreo krem:

1Þeytið smjörið þar til það er létt og loftmikið, bætið þá flórsykrinum saman við og þeytið þar til kremið verður aftur létt og loftmikið.

2Takið kremið af oreo kökunum, setjið kremið beint ofan í skálina og hrærið saman við en brjótið kökurnar sjálfar meðal fínt niður og blandið saman við.

3Bætið rjómanum svo út í kremið og hrærið þar til kremið er orðið virkilega létt og loftmikið.

4Takið botnana sem hafa verið kældir alveg niður og tippurinn skorinn af þeim svo þeir eru alveg sléttir. Setjið einn botn á kökudisk og setjið krem á botninn svo myndast u.þ.b. 1 – 1 ½ cm þykkt lag af kremi, setjið næsta botn á, setjið krem og setjið svo efsta botninn á kökuna. Passið að kakan sé alveg bein og kremi hafið verið allstaðar sett á jafn þykkt. Hyljið kökuna með restina af kreminu, sléttið vel úr kreminu með spatúlu. Skreytið kökurna með brotnum oreo kexkökum.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.