Mmmm þessi kaka var svoooo góð og fersk, það er líka mjög fljótlegt og einfalt að útbúa þessa dásemd!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Myljið Prince Polo niður og setjið í botninn á fati sem er um 25 x 35 cm.
Stífþeytið rjómann og takið hluta til hliðar í sprautupoka (fyrir hvítu röndina í fánanum).
Vefjið skyrinu saman við restina af rjómanum og setjið yfir Prince Polo kexið. Kexið er laust í sér svo það er gott að setja smá blöndu hér og þar um fatið og jafna síðan yfir allt saman í stað þess að strjúka allt út frá miðjunni (þá gæti kexið færst aðeins til).
Skreytið næst með því að setja hindber innst, sprauta rjómadoppum með hringlaga stút næst og loks raða bláberjum í restina. Gott er að teikna smá hjálparlínu með tannstöngli fyrir rauðu línuna þegar þið byrjið til að auðveldara sé að gera nokkuð beina línu og fylgja henni síðan eftir með rjómanum og bláberjunum. Einnig er gott að sortera bláberin aðeins ef þau eru misstór og taka „odd sized“ ber frá til þess að kakan líti enn betur út.
Geymið í kæli fram að notkun.
Hráefni
Leiðbeiningar
Myljið Prince Polo niður og setjið í botninn á fati sem er um 25 x 35 cm.
Stífþeytið rjómann og takið hluta til hliðar í sprautupoka (fyrir hvítu röndina í fánanum).
Vefjið skyrinu saman við restina af rjómanum og setjið yfir Prince Polo kexið. Kexið er laust í sér svo það er gott að setja smá blöndu hér og þar um fatið og jafna síðan yfir allt saman í stað þess að strjúka allt út frá miðjunni (þá gæti kexið færst aðeins til).
Skreytið næst með því að setja hindber innst, sprauta rjómadoppum með hringlaga stút næst og loks raða bláberjum í restina. Gott er að teikna smá hjálparlínu með tannstöngli fyrir rauðu línuna þegar þið byrjið til að auðveldara sé að gera nokkuð beina línu og fylgja henni síðan eftir með rjómanum og bláberjunum. Einnig er gott að sortera bláberin aðeins ef þau eru misstór og taka „odd sized“ ber frá til þess að kakan líti enn betur út.
Geymið í kæli fram að notkun.