Yndislega auðveldur í framkvæmd og slær örugglega í gegn.
Skerið kjúklingalæri í helming eða stóra bita og setjið í pott.
Blandið hinum hráefnunum öllum saman í skál og hellið í pottinn yfir kjúklinginn.
Látið kjúklinginn malla við vægan hita í 1 - 1 og 1/2 klst eða þar til kjúklingurinn er það mjúkur að hann dettur í sundur.
Berið fram með hrísgrjónum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
2-3