Print Options:








Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu

Magn1 skammtur

Fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu.

Uppskrift fyrir 4 smápítsur
Sataysósa
 1 msk sesamolía (t.d. Sesam oil frá Blue dragon)
 3 msk soyasósa (t.d. Soy sauce frá Blue dragon)
 1 1/2 tsk ólífuolía
 1 1/2 tsk vatn
 2 1/2 tsk hrísgrjónaedik (t.d. Sushi rice vinegar frá Blue dragon)
 1 1/2 msk sherry (má sleppa og nota edik eða vatn)
 1 1/2 tsk púðusykur
 1/2 tsk engifer, fínrifið
 1/2 tsk chilímauk (t.d. Minced hot chilli frá Blue dragon)
 60 g hnetusmjör
Pítsan
 4 naanbrauð
 2 kjúklingabringur, eldaðar og skornar í litla bita
 1 rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar
 1-2 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 mozzarellaostur, rifinn
 1 búnt kóríander, saxað
 salthnetur, saxaðar
1

Látið öll hráefnin fyrir sósuna í matvinnsluvél og blandið vel saman.

2

Deilið sósunni niður á naanbrauðin. Látið kjúklinginn, grænmetið og síðan ostinn yfir allt.

3

Setjið pítsurnar inn í 210°c heitan ofn, enn betra ef þið eigið pítsaofn, þar til naanbrauðin eru orðin gyllt og osturinn hefur bráðnað.

4

Takið pítsuna úr ofninum og leyfið að kólna lítillega áður en þið stráið kóríander og salthnetum yfir hana. Berið fram og njótið vel.