fbpx

Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi

Bragðmikill og einfaldur kjúklingaréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 kg kjúklingaleggir eða um 8 vænir leggir
 2 pokar Teriyaki wok sósa frá Blue dragon
 1 msk rifið engifer
 1 stórt hvítlauksrif marið
 1 msk lime safi ferskur
 ristuð sesamfræ eftir smekk
 saxaður vorlaukur ef vill

Leiðbeiningar

1

Takið fram stóran rennilásapoka og setjið kjúklinginn í hann. Hrærið saman 1 poka af sósunni og rest af innihaldsefnum fyrir utan sesamfræ.

2

Hellið yfir leggina, lokið pokanum og veltið fram og til baka svo marineringin dreifist jafnt. Látið marinerast í ísskáp í 1 klst ca.

3

Setjið leggina í ofnfast mót sem penslað hefur verið með olíu. Hitið ofninn í 200°C. Setjið leggina inn í ofninn.

4

Setjið seinni pokann af sósu í skál og penslið leggina af og til á meðan þeir bakast, heildar steikingartími er um 40 mín eða þar til þeir eru gegnumsteiktir. Gæti verið misjafnt eftir ofnum.


Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 kg kjúklingaleggir eða um 8 vænir leggir
 2 pokar Teriyaki wok sósa frá Blue dragon
 1 msk rifið engifer
 1 stórt hvítlauksrif marið
 1 msk lime safi ferskur
 ristuð sesamfræ eftir smekk
 saxaður vorlaukur ef vill

Leiðbeiningar

1

Takið fram stóran rennilásapoka og setjið kjúklinginn í hann. Hrærið saman 1 poka af sósunni og rest af innihaldsefnum fyrir utan sesamfræ.

2

Hellið yfir leggina, lokið pokanum og veltið fram og til baka svo marineringin dreifist jafnt. Látið marinerast í ísskáp í 1 klst ca.

3

Setjið leggina í ofnfast mót sem penslað hefur verið með olíu. Hitið ofninn í 200°C. Setjið leggina inn í ofninn.

4

Setjið seinni pokann af sósu í skál og penslið leggina af og til á meðan þeir bakast, heildar steikingartími er um 40 mín eða þar til þeir eru gegnumsteiktir. Gæti verið misjafnt eftir ofnum.

Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…