Print Options:








Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Tandoori lamb
 1,20 kg lambakjöt í bitum
 200 g grísk jógúrt
 60 ml rjómi
 3 msk ferskur sítrónusafi
 5 stk cm bútur ferskt engifer, fínt saxað
 5 stk hvítlauksgeirar, marðir
 1 msk garam masala
 1 tsk kummin
 1 tsk paprikukrydd
 0,25 tsk múskat
 0,25 tsk salt
 2 stk krukkur Tandoori sósa frá Patak‘s
 0,50 tsk kummin
 1 tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar
Naan brauð með hvítlaukssmjöri
 400 g hveiti
 1 msk sykur
 1,50 tsk þurrger
 1,50 tsk lyftiduft
 1 tsk sjávarsalt
 1,50 dl volgt vatn
 1,50 dl grísk jógúrt
 2 msk ólífuolía
Hvítlaukssmjör til að pensla brauðin
 100 g smjör
 2 stk hvítlauksgeirar kramdir
 Klípa sjávarsalt
Raita jógúrtsósa
 2 dl grísk jógúrt
 0,25 stk smátt söxuð gúrka
 0,25 tsk sjávarsalt
 0,25 tsk kummin
 0,25 tsk hvítlauksduft
Saffran basmati hrísgrjón
 4 dl basmati hrísgrjón
 6 dl vatn
 1 tsk sjávarsalt
 0,50 tsk saffranþræðir settir í 1 msk. vatn.
 1 tsk túrmerik
 0,50 tsk hvítlauksduft
 0,25 tsk kummin
Tandoori lamb
1

Skerið kjöt af læri í bita eða notið lambagúllas. Hrærið öllum innihaldsefnum í marineringuna saman, setjið kjötið í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið taka sig í kæli í 2-3 tíma.

2

Klukkutíma áður en þið ætlið að klára að útbúa matinn er gott að útbúa deigið í naan brauðin.

3

Takið kjötið úr kæli og þræðið upp á stál grillspjót, mér finnst þau betri en úr tré þar sem þau brenna ekki.

4

Hitið grillið upp í 250°C. Raðið spjótunum á grillið og grillið í ca. 8 mín á hvorri hlið.

5

Takið af grillinu og leyfið kjötinu að hvíla á meðan þið setjið tandoori sósuna í pott og hitið hana upp. Bætið kjötinu út í og leyfið að malla í 5 mín. Ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta eftir eigin smekk þá mæli ég með því að nota kummin, hvítlauk og salt og pipar.

Naan brauð
6

Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins í. Bætið við jógúrti, vatni og olíu og hrærið áfram. Látið vélina vinna í ca. 5 mín.

7

Setjið plastfilmu yfir skálina og hefið í 40 mín á borði. Takið svo deigið úr skálinni og takið bút sem er kannski aðeins stærri en golfkúla og fletið þunnt út með kökukefli.

8

Útbúið hvítlaukssmjörið með því að bræða smjörið með hvítlauknum og saltinu.

9

Hitið steypujárnspönnu ef þið eigið, annars má alveg nota venjulega pönnu líka, og hitið í meðalhita. Steikið hvert brauð þar til það er orðið gyllt og jafnvel farið að brenna aðeins á loftbólunum. Penslið hvert brauð um leið og það kemur af pönnunni og leggið álpappír yfir til að halda þeim volgum.

Raita jógúrtsósa
10

Saxið gúrkuna smátt. Setjið jógúrtina í skál og hrærið kryddum saman við. Bætið gúrkunni við og hrærið.
Látið taka sig í kæli í 30 mín áður en hún er borin fram.

Saffran basmati hrísgrjón
11

Setjið hrísgrjónin í rúmgóðan pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður í lægsta hita og látið grjónin sjóða í 15 mín. Slökkvið þá undir pottinum og án þess að opna hann leyfið þeim að hvíla sig í pottinum í 5 mín.

12

Setjið saffranþræðina í litla skál ásamt vatninu og látið bíða í nokkrar mínútur. Hellið þá saffraninu yfir grjónin og kryddið með túrmeriki, hvítlauksdufti og kummin. Bætið við salti ef ykkur finnst þess þurfa.