fbpx

Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Indverskur matur hefur verið í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni um árabil. Hvort sem við styttum okkur leið með góðum tilbúnum sósum eða gerum allt frá grunni skiptir okkur ekki öllu máli. Hérna blanda ég saman þessum tveimur leiðum. Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Það má allt! Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tandoori lamb
 1,20 kg lambakjöt í bitum
 200 g grísk jógúrt
 60 ml rjómi
 3 msk ferskur sítrónusafi
 5 stk cm bútur ferskt engifer, fínt saxað
 5 stk hvítlauksgeirar, marðir
 1 msk garam masala
 1 tsk kummin
 1 tsk paprikukrydd
 0,25 tsk múskat
 0,25 tsk salt
 2 stk krukkur Tandoori sósa frá Patak‘s
 0,50 tsk kummin
 1 tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar
Naan brauð með hvítlaukssmjöri
 400 g hveiti
 1 msk sykur
 1,50 tsk þurrger
 1,50 tsk lyftiduft
 1 tsk sjávarsalt
 1,50 dl volgt vatn
 1,50 dl grísk jógúrt
 2 msk ólífuolía
Hvítlaukssmjör til að pensla brauðin
 100 g smjör
 2 stk hvítlauksgeirar kramdir
 Klípa sjávarsalt
Raita jógúrtsósa
 2 dl grísk jógúrt
 0,25 stk smátt söxuð gúrka
 0,25 tsk sjávarsalt
 0,25 tsk kummin
 0,25 tsk hvítlauksduft
Saffran basmati hrísgrjón
 4 dl basmati hrísgrjón
 6 dl vatn
 1 tsk sjávarsalt
 0,50 tsk saffranþræðir settir í 1 msk. vatn.
 1 tsk túrmerik
 0,50 tsk hvítlauksduft
 0,25 tsk kummin

Leiðbeiningar

Tandoori lamb
1

Skerið kjöt af læri í bita eða notið lambagúllas. Hrærið öllum innihaldsefnum í marineringuna saman, setjið kjötið í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið taka sig í kæli í 2-3 tíma.

2

Klukkutíma áður en þið ætlið að klára að útbúa matinn er gott að útbúa deigið í naan brauðin.

3

Takið kjötið úr kæli og þræðið upp á stál grillspjót, mér finnst þau betri en úr tré þar sem þau brenna ekki.

4

Hitið grillið upp í 250°C. Raðið spjótunum á grillið og grillið í ca. 8 mín á hvorri hlið.

5

Takið af grillinu og leyfið kjötinu að hvíla á meðan þið setjið tandoori sósuna í pott og hitið hana upp. Bætið kjötinu út í og leyfið að malla í 5 mín. Ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta eftir eigin smekk þá mæli ég með því að nota kummin, hvítlauk og salt og pipar.

Naan brauð
6

Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins í. Bætið við jógúrti, vatni og olíu og hrærið áfram. Látið vélina vinna í ca. 5 mín.

7

Setjið plastfilmu yfir skálina og hefið í 40 mín á borði. Takið svo deigið úr skálinni og takið bút sem er kannski aðeins stærri en golfkúla og fletið þunnt út með kökukefli.

8

Útbúið hvítlaukssmjörið með því að bræða smjörið með hvítlauknum og saltinu.

9

Hitið steypujárnspönnu ef þið eigið, annars má alveg nota venjulega pönnu líka, og hitið í meðalhita. Steikið hvert brauð þar til það er orðið gyllt og jafnvel farið að brenna aðeins á loftbólunum. Penslið hvert brauð um leið og það kemur af pönnunni og leggið álpappír yfir til að halda þeim volgum.

Raita jógúrtsósa
10

Saxið gúrkuna smátt. Setjið jógúrtina í skál og hrærið kryddum saman við. Bætið gúrkunni við og hrærið.
Látið taka sig í kæli í 30 mín áður en hún er borin fram.

Saffran basmati hrísgrjón
11

Setjið hrísgrjónin í rúmgóðan pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður í lægsta hita og látið grjónin sjóða í 15 mín. Slökkvið þá undir pottinum og án þess að opna hann leyfið þeim að hvíla sig í pottinum í 5 mín.

12

Setjið saffranþræðina í litla skál ásamt vatninu og látið bíða í nokkrar mínútur. Hellið þá saffraninu yfir grjónin og kryddið með túrmeriki, hvítlauksdufti og kummin. Bætið við salti ef ykkur finnst þess þurfa.

Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Tandoori lamb
 1,20 kg lambakjöt í bitum
 200 g grísk jógúrt
 60 ml rjómi
 3 msk ferskur sítrónusafi
 5 stk cm bútur ferskt engifer, fínt saxað
 5 stk hvítlauksgeirar, marðir
 1 msk garam masala
 1 tsk kummin
 1 tsk paprikukrydd
 0,25 tsk múskat
 0,25 tsk salt
 2 stk krukkur Tandoori sósa frá Patak‘s
 0,50 tsk kummin
 1 tsk hvítlauksduft
 Salt og pipar
Naan brauð með hvítlaukssmjöri
 400 g hveiti
 1 msk sykur
 1,50 tsk þurrger
 1,50 tsk lyftiduft
 1 tsk sjávarsalt
 1,50 dl volgt vatn
 1,50 dl grísk jógúrt
 2 msk ólífuolía
Hvítlaukssmjör til að pensla brauðin
 100 g smjör
 2 stk hvítlauksgeirar kramdir
 Klípa sjávarsalt
Raita jógúrtsósa
 2 dl grísk jógúrt
 0,25 stk smátt söxuð gúrka
 0,25 tsk sjávarsalt
 0,25 tsk kummin
 0,25 tsk hvítlauksduft
Saffran basmati hrísgrjón
 4 dl basmati hrísgrjón
 6 dl vatn
 1 tsk sjávarsalt
 0,50 tsk saffranþræðir settir í 1 msk. vatn.
 1 tsk túrmerik
 0,50 tsk hvítlauksduft
 0,25 tsk kummin

Leiðbeiningar

Tandoori lamb
1

Skerið kjöt af læri í bita eða notið lambagúllas. Hrærið öllum innihaldsefnum í marineringuna saman, setjið kjötið í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið taka sig í kæli í 2-3 tíma.

2

Klukkutíma áður en þið ætlið að klára að útbúa matinn er gott að útbúa deigið í naan brauðin.

3

Takið kjötið úr kæli og þræðið upp á stál grillspjót, mér finnst þau betri en úr tré þar sem þau brenna ekki.

4

Hitið grillið upp í 250°C. Raðið spjótunum á grillið og grillið í ca. 8 mín á hvorri hlið.

5

Takið af grillinu og leyfið kjötinu að hvíla á meðan þið setjið tandoori sósuna í pott og hitið hana upp. Bætið kjötinu út í og leyfið að malla í 5 mín. Ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta eftir eigin smekk þá mæli ég með því að nota kummin, hvítlauk og salt og pipar.

Naan brauð
6

Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins í. Bætið við jógúrti, vatni og olíu og hrærið áfram. Látið vélina vinna í ca. 5 mín.

7

Setjið plastfilmu yfir skálina og hefið í 40 mín á borði. Takið svo deigið úr skálinni og takið bút sem er kannski aðeins stærri en golfkúla og fletið þunnt út með kökukefli.

8

Útbúið hvítlaukssmjörið með því að bræða smjörið með hvítlauknum og saltinu.

9

Hitið steypujárnspönnu ef þið eigið, annars má alveg nota venjulega pönnu líka, og hitið í meðalhita. Steikið hvert brauð þar til það er orðið gyllt og jafnvel farið að brenna aðeins á loftbólunum. Penslið hvert brauð um leið og það kemur af pönnunni og leggið álpappír yfir til að halda þeim volgum.

Raita jógúrtsósa
10

Saxið gúrkuna smátt. Setjið jógúrtina í skál og hrærið kryddum saman við. Bætið gúrkunni við og hrærið.
Látið taka sig í kæli í 30 mín áður en hún er borin fram.

Saffran basmati hrísgrjón
11

Setjið hrísgrjónin í rúmgóðan pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður í lægsta hita og látið grjónin sjóða í 15 mín. Slökkvið þá undir pottinum og án þess að opna hann leyfið þeim að hvíla sig í pottinum í 5 mín.

12

Setjið saffranþræðina í litla skál ásamt vatninu og látið bíða í nokkrar mínútur. Hellið þá saffraninu yfir grjónin og kryddið með túrmeriki, hvítlauksdufti og kummin. Bætið við salti ef ykkur finnst þess þurfa.

Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Aðrar spennandi uppskriftir