fbpx

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu. Þú getur valið í raun hvaða grænmeti sem er, jafnvel haft kartöflur eða sætar kartöflur í henni. Ágætt að hafa sem viðmið að vökvinn sem fer í súpunni er sirka tvöfallt rúmmál grænmetissins.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk gulur laukur
 3 stk sellerístilkar
 6 stk gulrætur
 1 stk rófa
 ½ stk haus blómkál
 ½ stk haus brokkólí
 1 stk papríka rauð
 2 stk grænkálsblöð
 3 msk lífrænn og gerlaus jurtakraftur frá Rapunzel
 1 tsk jurtasalt frá Rapunzel (eða eftir smekk)
 2 stk lífrænar cannelini baunir frá Rapunzel (valfrjálst)
 2 l vatn
 Næringarger frá Rapunzel (valfrjálst)

Leiðbeiningar

1

Skolið og skerið grænmetið niður í litla bita.

2

Setjið allt grænmetið nema papríkuna, grænkálið og toppinn af bokkólíinu (bitarnir af stilknum fer útí núna) útí pottinn ásamt smá vatni og leyfið því að “steikjast smá í vatninu”

3

Bætið restinni af vatninu og jurtakrafti útí pottinn og leyfið því að malla í pottinum í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.

4

Bætið toppnum af brokkólíinu, papríkubitum og grænkálsblöðin (þau eru rifin frá stilknum) útí.

5

Leyfið þessu að malla í 5 mínútúr í viðbót.

6

Hálfmaukið súpuna með því að nota töfrasprota. Sprotanum er komið fyrir í pottinum og látinn vinna í stutta stund. Við viljum ekki mauka hana alveg…. (eða það má auðvitað alveg líka).

7

Ef þið veljið að bæta við baunum er þeim bætt útí núna. Vökvinn úr dósinni er siktaður frá og svo mega baunirnar fara útí. Þær eru forsoðnar svo það nægir að leyfa þeim bara að malla í pottinum í örskamma stund.

8

Gott er að toppa súpuna með næringargeri.
Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk gulur laukur
 3 stk sellerístilkar
 6 stk gulrætur
 1 stk rófa
 ½ stk haus blómkál
 ½ stk haus brokkólí
 1 stk papríka rauð
 2 stk grænkálsblöð
 3 msk lífrænn og gerlaus jurtakraftur frá Rapunzel
 1 tsk jurtasalt frá Rapunzel (eða eftir smekk)
 2 stk lífrænar cannelini baunir frá Rapunzel (valfrjálst)
 2 l vatn
 Næringarger frá Rapunzel (valfrjálst)

Leiðbeiningar

1

Skolið og skerið grænmetið niður í litla bita.

2

Setjið allt grænmetið nema papríkuna, grænkálið og toppinn af bokkólíinu (bitarnir af stilknum fer útí núna) útí pottinn ásamt smá vatni og leyfið því að “steikjast smá í vatninu”

3

Bætið restinni af vatninu og jurtakrafti útí pottinn og leyfið því að malla í pottinum í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.

4

Bætið toppnum af brokkólíinu, papríkubitum og grænkálsblöðin (þau eru rifin frá stilknum) útí.

5

Leyfið þessu að malla í 5 mínútúr í viðbót.

6

Hálfmaukið súpuna með því að nota töfrasprota. Sprotanum er komið fyrir í pottinum og látinn vinna í stutta stund. Við viljum ekki mauka hana alveg…. (eða það má auðvitað alveg líka).

7

Ef þið veljið að bæta við baunum er þeim bætt útí núna. Vökvinn úr dósinni er siktaður frá og svo mega baunirnar fara útí. Þær eru forsoðnar svo það nægir að leyfa þeim bara að malla í pottinum í örskamma stund.

8

Gott er að toppa súpuna með næringargeri.
Verði ykkur að góðu.

Tær grænmetissúpa

Aðrar spennandi uppskriftir