Print Options:

Tælenskur hummus með rauðu karríi & kókos

 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 1 msk kókosmassi (hvíti hlutinn úr kókosmjólkinni, gott að setja dósina inn í kæli í góða stund áður)
 1 msk gróft hnetusmjör
 1/2 hvítlauksgeiri
 1 msk red curry paste frá Blue Dragon
 safi úr 1/2 límónu
 1/4 tsk sjávarsalt
 1 tsk þurrkaður kóríander
1

Opnið kjúklingabaunadósina, hellið vatninu af og skolið baunirnar.

2

Setjið allt saman í matvinnsluvél og látið vélina vinna vel þar til allt er maukað vel saman.