Print Options:








Tælenskur basilkjúklingur

Magn1 skammtur

Einfaldur og fljótlegur tælenskur réttur sem er algjört delish!

 4 msk steikingarolía
 6 hvítlauksrif, pressuð
 2-4 tsk chilímauk, t.d. frá Blue dragon
 500 g kjúklingalæri skorin í munnbita, ég nota úrbeinuð frá Rose Poultry
 2 bollar elduð hrísgrjón
 2 msk sykur (má nota pálmasykur)
 2 msk fiskisósa (fish sauce), t.d. frá Blue dragon
 2 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
 4 msk skarlottulaukur, saxaður
 ½ búnt basilíka, fersk (eða thai basil)
1

Steikið hvítlaukinn upp úr olíu þar til hann er orðinn gylltur, bætið þá chilímauki og kjúklingi saman við og steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

2

Bætið hrísgrjónum, sykri, fiskisósu og soyasósu saman við og hrærið varlega. Þegar þetta hefur blandast vel saman bætið þá skarlottulauknum og basilíku. Hitið í um eina mínútu og berið fram fram límónusneiðum.