Tælenskt regnbogasalat með trylltri dressingu

Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt innihaldsefnum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Það er sérlega fallegt á borði og ég mæli eindregið með því að bera það fram í matarboðum eða saumaklúbbnum t.d.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Salatið
 Gulrætur
 Gul paprika
 Rauð paprika
 Rauðkál
 Hvítkál
 Mangó
 Agúrka
 Baunaspírur
 Saxaðar kasjúhnetur
 2,50 stk grillaðar kjúklingabringur, rifnar
 2 msk rautt karrýmauk frá Blue Dragon
 2 msk ólífuolía
 Salt og pipar
 3 msk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon
 4 msk Japönsk sojasósa frá Blue Dragon
 2 stk hvítlauksgeirar
 2 msk hunang
 1 msk ferskt engifer
 2 msk fínt hnetusmjör, ég notaði frá Rapunzel
 2 tsk sesamolía
 3 msk ólífuolía

Leiðbeiningar

Salatið
1

Setjið kjúklingabringurnar í djúpan disk, setjið karrýmaukið, ólífuolíu og salt og pipar yfir og veltið bringunum upp úr því þar til þær eru sirka jafnt kryddaðar.

2

Látið kjúklingabringurnar aðeins bíða á meðan þið skerið grænmetið. Ég skrifa ekki magn af hverri tegund fyrir sig en það er algjört smekksatriði. Ég sker allt í litla strimla eða juilenne skurð. Mér finnst það koma best út þannig en auðvitað er það frjálst. Blandið öllu saman.

3

Grillið kjúklingabringurnar við háan hita á gasgrilli þar til kjarnhiti fer upp í 70°C.

4

Kælið bringurnar aðeins og rífið þær niður eða skerið í bita. Berið fram með dressingunni.

Dressingin
5

Setjið öll innihaldsefnin í dressinguna í lítinn blandara eða nutri bullet og vinnið allt vel saman. Berið fram með salatinu.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is

MatreiðslaTegund, Inniheldur
SharePostSave

Hráefni

Salatið
 Gulrætur
 Gul paprika
 Rauð paprika
 Rauðkál
 Hvítkál
 Mangó
 Agúrka
 Baunaspírur
 Saxaðar kasjúhnetur
 2,50 stk grillaðar kjúklingabringur, rifnar
 2 msk rautt karrýmauk frá Blue Dragon
 2 msk ólífuolía
 Salt og pipar
 3 msk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon
 4 msk Japönsk sojasósa frá Blue Dragon
 2 stk hvítlauksgeirar
 2 msk hunang
 1 msk ferskt engifer
 2 msk fínt hnetusmjör, ég notaði frá Rapunzel
 2 tsk sesamolía
 3 msk ólífuolía

Leiðbeiningar

Salatið
1

Setjið kjúklingabringurnar í djúpan disk, setjið karrýmaukið, ólífuolíu og salt og pipar yfir og veltið bringunum upp úr því þar til þær eru sirka jafnt kryddaðar.

2

Látið kjúklingabringurnar aðeins bíða á meðan þið skerið grænmetið. Ég skrifa ekki magn af hverri tegund fyrir sig en það er algjört smekksatriði. Ég sker allt í litla strimla eða juilenne skurð. Mér finnst það koma best út þannig en auðvitað er það frjálst. Blandið öllu saman.

3

Grillið kjúklingabringurnar við háan hita á gasgrilli þar til kjarnhiti fer upp í 70°C.

4

Kælið bringurnar aðeins og rífið þær niður eða skerið í bita. Berið fram með dressingunni.

Dressingin
5

Setjið öll innihaldsefnin í dressinguna í lítinn blandara eða nutri bullet og vinnið allt vel saman. Berið fram með salatinu.

Notes

Tælenskt regnbogasalat með trylltri dressingu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…
MYNDBAND
Sesar salat vefjurÞað er ekki að ástæðulausu að Sesar salat sé vinsælt – stökkt beikon, safaríkur kjúklingur, parmesan og djúsí dressing er…