IMG_4261
IMG_4261

Tælenskt kjúklingasalat

  ,   

nóvember 18, 2015

Himneskt og hollt!

Hráefni

2 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry

1 iceberg, saxað

2 gulrætur, rifnar

1 mangó, skorið í litla teninga

½ búnt kóríander, saxað

½ búnt vorlaukur, skorinn smátt

70 g salthnetur, saxaðar

Salatdressing

2 tsk minched garlic, t.d. frá Blue dragon

½ tsk chilímauk, t.d. frá Blue dragon

2 msk soya sósa

2 msk edik

2 msk sykur

1 msk safi úr lime

1 msk ólífuolía

½ tsk fish sauce, t.d. frá Blue dragon

60 g hnetusmjör

60 ml vatn

Leiðbeiningar

1Hitið vatn að suðu og látið kjúklingabringurnar út í vatnið, sjóðið í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Takið úr pottinum og rífið eða skerið bringurnar niður.Setjið kjúklinginn og allt grænmetið saman í skál.

2Gerið dressinguna með því að blanda hvítlauks og chilímauki saman við soyasósu, edik, sykur, límónusafa, olíu og fiskisósu. Hrærið vel saman. Bætið síðan hnetusmjöri og vatni saman við og blandið vel saman. Hellið dressingunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og stráið söxuðum salthnetum út á salatið.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC06040

Heinz chilisúpa

Skólastjórasúpan svokallaða sem allir elska og einfalt er að gera.

DSC05936

Asískt kjúklingasalat

Bragðmikið kjúklingasalat með kryddjurtadressingu.