Ofurholl og hrikalega bragðgóð tælensk súpa á 15 mínútum.
Blandið saman hvítlauk, engifer og karrýmauki og maukið saman. Bætið kókosolíunni saman við og hrærið vel.
Hellið karrýkókosmaukinu í stóran pott við og léttsteikið við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið þá kjúklingasoðinu saman við og síðan kókosmjólkinni. Kryddið með salti og pipar að eigin smekk.
Ef þið notið hrísgrjónanúðlur látið þær liggja í heitu vatni og mýkjast og bætið þeim síðan saman við.
Skreytið með kóríander, chilí og/eða vorlauk.
Það er jafnframt hægt að bæta við kjúklingi eða risarækjum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki