fbpx

Tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa

Einföld tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa sem er algjört æði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 olía til steikingar
 3 hvítlauksrif, söxuð
 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður
 1 msk ferskt engifer, rifið
 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi
 4 tsk karrímauk, Blue Dragon rautt eða grænt (curry paste)
 1200 ml kjúklingasoð (gert úr 3 kjúklingateningum)
 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
 ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
 800 g kjúklingabringur, skornar í bita
 1 ½ límóna, safinn (lime)
 2 tsk sykur
 2 tsk Blue Dragon fiskisósa (fish sauce)
 grófmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur.

2

Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar.

3

Þá er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus.

4

Svo er kjúklingnum bætt út í súpuna og hún látin malla þar til hann er soðinn í gegn.

5

Að lokum er kóríander bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar.


Uppskirft frá Dröfn á Eldhússögum.

MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 olía til steikingar
 3 hvítlauksrif, söxuð
 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður
 1 msk ferskt engifer, rifið
 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi
 4 tsk karrímauk, Blue Dragon rautt eða grænt (curry paste)
 1200 ml kjúklingasoð (gert úr 3 kjúklingateningum)
 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
 ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
 800 g kjúklingabringur, skornar í bita
 1 ½ límóna, safinn (lime)
 2 tsk sykur
 2 tsk Blue Dragon fiskisósa (fish sauce)
 grófmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur.

2

Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar.

3

Þá er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus.

4

Svo er kjúklingnum bætt út í súpuna og hún látin malla þar til hann er soðinn í gegn.

5

Að lokum er kóríander bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar.

Tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Tær grænmetissúpaTær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu.…