fbpx

Tælensk fiskisúpa

Ofureinföld, fersk og góð tælensk fiskisúpa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 bolli hrísgrjón
 2 msk smjör
 500 g risarækjur
 salt og pipar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 laukur, smátt skorinn
 1 rauð paprika, rauð, smátt skorin
 1 msk rifið engifer
 2 msk rautt karrý, Red curry paste frá Blue Dragon
 2 dósir kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue Dragon
 960 ml nautasoð (eða vatn og 3-4 msk Oscar nautakraftur)
 Safi af 1 límónu
 Kóríander til skreytingar (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Sjóðið hrísgrjónin í 1 ½ bolla af vatni. Takið til hliðar og geymið.

2

Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið risarækjunum út á pönnuna. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar að lit eða í 2-3 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Saltið og piprið að eigin smekk. Takið þær úr pottinum og geymið.

3

Setjið hvítlauk, engifer, lauk og papriku í pottinn og steikið í 3-4 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið rauðu karrý saman við og hrærið í 1 mínútu.

4

Bætið því næst nautasoði og kókosmjólk saman við og hrærið stöðugt í súpunni í 1-2 mínútur svo þetta blandist allt vel saman. Hitið að suðu, lækkið þá hitann og látið malla í um 10 mínútur.

5

Bætið að lokum risarækjum, hrísgrjónum, límónusafa og kóríander saman við. Berið strax fram.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 bolli hrísgrjón
 2 msk smjör
 500 g risarækjur
 salt og pipar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 laukur, smátt skorinn
 1 rauð paprika, rauð, smátt skorin
 1 msk rifið engifer
 2 msk rautt karrý, Red curry paste frá Blue Dragon
 2 dósir kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue Dragon
 960 ml nautasoð (eða vatn og 3-4 msk Oscar nautakraftur)
 Safi af 1 límónu
 Kóríander til skreytingar (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Sjóðið hrísgrjónin í 1 ½ bolla af vatni. Takið til hliðar og geymið.

2

Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið risarækjunum út á pönnuna. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar að lit eða í 2-3 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Saltið og piprið að eigin smekk. Takið þær úr pottinum og geymið.

3

Setjið hvítlauk, engifer, lauk og papriku í pottinn og steikið í 3-4 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið rauðu karrý saman við og hrærið í 1 mínútu.

4

Bætið því næst nautasoði og kókosmjólk saman við og hrærið stöðugt í súpunni í 1-2 mínútur svo þetta blandist allt vel saman. Hitið að suðu, lækkið þá hitann og látið malla í um 10 mínútur.

5

Bætið að lokum risarækjum, hrísgrjónum, límónusafa og kóríander saman við. Berið strax fram.

Tælensk fiskisúpa

Aðrar spennandi uppskriftir