Hér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið smátt skorinn kjúklinginn upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Blandið Madras sósunni saman við og hrærið.
Skerið gúrku og rauðlauk smátt og blandið saman í skál.
Hrærið jógúrti og mangó chutney saman í skál.
Bræðið smjör við vægan hita og setjið hvítlauksrif, kóríander, salt og pipar saman við.
Penslið báðar hliðarnar á taco tortillunum með smjörblöndunni. Leggið þær á bökunaplötu þakta bökunarpappír og bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.
Setjið að lokum salat, kjúkling, gúrku, rauðlauk og Mango chutney sósu í tortillurnar. Stráið kóríander yfir eftir smekk.
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið smátt skorinn kjúklinginn upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Blandið Madras sósunni saman við og hrærið.
Skerið gúrku og rauðlauk smátt og blandið saman í skál.
Hrærið jógúrti og mangó chutney saman í skál.
Bræðið smjör við vægan hita og setjið hvítlauksrif, kóríander, salt og pipar saman við.
Penslið báðar hliðarnar á taco tortillunum með smjörblöndunni. Leggið þær á bökunaplötu þakta bökunarpappír og bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.
Setjið að lokum salat, kjúkling, gúrku, rauðlauk og Mango chutney sósu í tortillurnar. Stráið kóríander yfir eftir smekk.