fbpx

Tacogratín með papriku

Æðislegt og fljótlegt tacogratín.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g nautahakk
 2 rauðar paprikur
 3/4 dós hakkaðir tómatar
 1 poki tacokrydd
 1 askja philadelphiaostur
 nachosflögur með ostabragði
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Steikið nautahakkið og fínhakkaðar paprikur. Hrærið tacokryddinu saman við og síðan hökkuðum tómötum.

2

Smyrjið botn á eldföstu móti með philadelphiaostinum. Hrærið því sem eftir er af honum saman við nautahakksblönduna og setjið hana síðan í eldfasta mótið. Stingið nachosflögum í réttinn og stráið rifnum osti yfir. Setjið í 125° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað.

3

Berið fram með góðu salati, nachos flögum, guacamole, sýrðum rjóma, salsa eða því sem hugurinn girnist.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g nautahakk
 2 rauðar paprikur
 3/4 dós hakkaðir tómatar
 1 poki tacokrydd
 1 askja philadelphiaostur
 nachosflögur með ostabragði
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Steikið nautahakkið og fínhakkaðar paprikur. Hrærið tacokryddinu saman við og síðan hökkuðum tómötum.

2

Smyrjið botn á eldföstu móti með philadelphiaostinum. Hrærið því sem eftir er af honum saman við nautahakksblönduna og setjið hana síðan í eldfasta mótið. Stingið nachosflögum í réttinn og stráið rifnum osti yfir. Setjið í 125° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað.

3

Berið fram með góðu salati, nachos flögum, guacamole, sýrðum rjóma, salsa eða því sem hugurinn girnist.

Tacogratín með papriku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.