Tacogratín með papriku

Æðislegt og fljótlegt tacogratín.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g nautahakk
 2 rauðar paprikur
 3/4 dós hakkaðir tómatar
 1 poki tacokrydd
 1 askja philadelphiaostur
 nachosflögur með ostabragði
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Steikið nautahakkið og fínhakkaðar paprikur. Hrærið tacokryddinu saman við og síðan hökkuðum tómötum.

2

Smyrjið botn á eldföstu móti með philadelphiaostinum. Hrærið því sem eftir er af honum saman við nautahakksblönduna og setjið hana síðan í eldfasta mótið. Stingið nachosflögum í réttinn og stráið rifnum osti yfir. Setjið í 125° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað.

3

Berið fram með góðu salati, nachos flögum, guacamole, sýrðum rjóma, salsa eða því sem hugurinn girnist.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

SharePostSave

Hráefni

 500 g nautahakk
 2 rauðar paprikur
 3/4 dós hakkaðir tómatar
 1 poki tacokrydd
 1 askja philadelphiaostur
 nachosflögur með ostabragði
 rifinn ostur
Tacogratín með papriku

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…