Mexíkósk útfærsla af pítsu sem vekur lukku.

Uppskrift
Hráefni
1 tilbúinn pítsabotn
300 g nautahakk
1 bréf taco krydd
salsa sósa að eigin vali
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
svartar ólífur, skornar í þunnar sneiðar (má sleppa)
mozzarellaostur, rifinn
Meðlæti
nachos
iceberg kál, saxað
sýrður rjómi
Leiðbeiningar
1
Látið olíu á pönnu og steikið nautahakkið. Bætið taco kryddinu saman við ásamt 2 dl af vatni. Látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp.
2
Fletið út pítsadeigið og setjið salsasósu á botninn. Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata, ólífur og rifinn ost.
3
Bakið í ofni við 200°c í um 30 mínútur.
4
Berið fram með káli, sýrðum rjóma og nachosflögum.
Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.
Hráefni
1 tilbúinn pítsabotn
300 g nautahakk
1 bréf taco krydd
salsa sósa að eigin vali
1-2 tómatar, skornir í litla teninga
svartar ólífur, skornar í þunnar sneiðar (má sleppa)
mozzarellaostur, rifinn
Meðlæti
nachos
iceberg kál, saxað
sýrður rjómi