fbpx

Taco með humri og beikoni

Taco með humri, beikoni, rauðkáli, Philadelphia rjómaosti, tómötum, hvítlauks-og steinseljusósu og toppað með granateplafræum. Svo bragðgóð og einföld uppkrift sem er tilvalið útbúa núna á aðventunni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 330 g skelflettur humar
 1 msk ólífuolía
 4 msk steinselja, smátt söxuð
 1 hvítlauksrif, pressað eða rifið
 Salt & pipar
 Chili flögur
 1 msk smjör
 8-10 beikonsneiðar
 6-8 Street taco frá Mission
 Philadelphia rjómaostur eftir smekk
 4-6 kokteiltómatar, smátt skornir
 4-5 dl rauðkál
 Granatepli eftir smekk
Sósa
 4 msk Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 ½ hvítlauksrif, pressað eða rifið
 3 msk steinselja, smátt skorin
 Safi úr ½ sítrónu
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið saman í skál humri, ólífuolíu, steinselju, hvítlauk, chili flögum, salti og pipar. Leyfið þessu að liggja saman á meðan þið undirbúið meðlætið.

2

Skerið rauðkál og tómata smátt og fjarlægið fræin úr granateplinu.

3

Útbúið sósuna. Hærið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, hvítlauk, steinselju, sítrónusafa, salti og pipar.

4

Leggið beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til það er orðinn vel stökkt. Skerið beikonið smátt.

5

Steikið humarinn uppúr smjöri. Það tekur aðeins örfáar mínútur fyrir humarinn að eldast.

6

Steikið tortillurnar upp úr smá olíu þar til þær verða örlítið stökkar. Tekur litla stund. Þið getið líka bakað þær í ofni en þá er gott að bera smá ólífuolíu á þær.

7

Smyrjið þær með rjómaosti eftir smekk. Því næst raðið þið rauðkáli í botninn, tómötum, humri, beikoni, sósunni og dreifið granateplafræjunum yfir. Njótið!


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 330 g skelflettur humar
 1 msk ólífuolía
 4 msk steinselja, smátt söxuð
 1 hvítlauksrif, pressað eða rifið
 Salt & pipar
 Chili flögur
 1 msk smjör
 8-10 beikonsneiðar
 6-8 Street taco frá Mission
 Philadelphia rjómaostur eftir smekk
 4-6 kokteiltómatar, smátt skornir
 4-5 dl rauðkál
 Granatepli eftir smekk
Sósa
 4 msk Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 ½ hvítlauksrif, pressað eða rifið
 3 msk steinselja, smátt skorin
 Safi úr ½ sítrónu
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið saman í skál humri, ólífuolíu, steinselju, hvítlauk, chili flögum, salti og pipar. Leyfið þessu að liggja saman á meðan þið undirbúið meðlætið.

2

Skerið rauðkál og tómata smátt og fjarlægið fræin úr granateplinu.

3

Útbúið sósuna. Hærið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, hvítlauk, steinselju, sítrónusafa, salti og pipar.

4

Leggið beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til það er orðinn vel stökkt. Skerið beikonið smátt.

5

Steikið humarinn uppúr smjöri. Það tekur aðeins örfáar mínútur fyrir humarinn að eldast.

6

Steikið tortillurnar upp úr smá olíu þar til þær verða örlítið stökkar. Tekur litla stund. Þið getið líka bakað þær í ofni en þá er gott að bera smá ólífuolíu á þær.

7

Smyrjið þær með rjómaosti eftir smekk. Því næst raðið þið rauðkáli í botninn, tómötum, humri, beikoni, sósunni og dreifið granateplafræjunum yfir. Njótið!

Taco með humri og beikoni

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…