fbpx

Taco ídýfa

Kaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna! Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 350 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 4 msk Mission salsasósa
 400 g nautahakk
 1/2 bréf tacokrydd
 Romaine salat
 Rifinn ostur
 Piccolo tómatar
 1 stk avókadó
 Kóríander
 Rauðlaukur
 Mission tortillaflögur

Leiðbeiningar

1

Pískið rjómaost og salsasósu saman og smyrjið í botninn á eldföstu móti/skál/öðru með smá uppháum köntum. Geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.

2

Steikið hakkið og kryddið, kælið það niður og setjið yfir rjómaostablönduna.

3

Skerið niður grænmetið og setjið það yfir hakkið ásamt ostinum.

4

Njótið með nachos flögum.

5

Ísköld Stella passar síðan einstaklega vel með!


DeilaTístaVista

Hráefni

 350 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 4 msk Mission salsasósa
 400 g nautahakk
 1/2 bréf tacokrydd
 Romaine salat
 Rifinn ostur
 Piccolo tómatar
 1 stk avókadó
 Kóríander
 Rauðlaukur
 Mission tortillaflögur

Leiðbeiningar

1

Pískið rjómaost og salsasósu saman og smyrjið í botninn á eldföstu móti/skál/öðru með smá uppháum köntum. Geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.

2

Steikið hakkið og kryddið, kælið það niður og setjið yfir rjómaostablönduna.

3

Skerið niður grænmetið og setjið það yfir hakkið ásamt ostinum.

4

Njótið með nachos flögum.

5

Ísköld Stella passar síðan einstaklega vel með!

Taco ídýfa

Aðrar spennandi uppskriftir