Syndsamlegt súkkulaðikrem uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Syndsamlegt súkkulaðikrem

  ,   

september 10, 2019

Syndsamlega gott súkkulaðikrem með rjómaosti og kaffi.

Hráefni

Súkkulaðikrem

200 g Philadelphia rjómaostur

200 g smjör, við stofuhita

3 dl flórsykur

3 msk Cadbury kakó

300 g Milka Alpine Milk súkkulaði

4 msk Te & Kaffi Espresso Roma kaffi

½ tsk Rapunzel vanilluduft

Súkkulaðibotnar

2 bollar sykur

1 3/4 bollar hveiti

3/4 bolli Cadbury kakó

1 1/2 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 egg

1 bolli mjólk

1/2 bolli Wesson olía

2 tsk vanilludropar

1 bolli sjóðandi vatn

Leiðbeiningar

Súkkulaðibotnar

1Hitið ofninn í 175° og smyrjið 2 bökunarform með smjöri.

2Hrærið saman sykri, hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti.

3Bætið eggjum, mjólk, olíu og vanillu út í og hrærið á miðlungs hraða á hrærivél í 2 mínútur.

4Hrærið sama við sjóðandi vatni (degið verður þunnt við þetta).

5Hellið deginu í bökunarformin og bakið í 30-35 mínútur.

6Látið kökuna kólna vel áður en kremið er sett á.

Súkkulaðikrem

1Blandið öllum hráefnunum vel saman í hrærivél.

2Setjið kremið á milli botnanna og ofan á kökuna, t.d. með sprautupoka.

00:00