Print Options:
Sykurlaust súkkulaði heslihnetusmjör

Magn1 skammtur

Dásamlegt sem álegg á brauð, í eftirrétti eða til að dýfa jarðaberjum ofan í.

 10 ferskar steinhreinsaðar döðlur (finnast í kæli í verslunum)
 3 msk Rapunzel heslihnetusmjör
 3 msk Rapunzel kakóduft
 2-3 msk soðið vatn eða hrís-, hesilhnetu-, kókos- eða möndlumjólk í fernu
 Salt á hnífsoddi
1

Setjið öll hráefnin saman í matvinnsluvél og malið uns silkimjúkt.

2

Geymið í krukku inni í ísskáp.